28.5.07

Ferming

Fór í gær norður á Hvammstanga í fermingu hjá honum Helga Jóhannssyni. Syni Jóhanns Indriða Kristjánssonar sem er sonur hennar Auðar Jónsdóttir sem er dóttir Iðunnar heitinnar Bjarkar sem var systir hans Ödda míns.

Já eitthvað er ættfræðin nú flókin en hann Jói er nú einn af okkar nánustu fjölskyldumeðlimum þó blóðið segi nú kannski eitthvað fjarlægara. Þetta var stórglæsileg fermingarveilsla í safnaðarheimilinu. Og ekki skánaði nú ættartengslin þegar maður fór að spá í hver væri skyldur hverjum. Hann Helgi minn er ríkur strákur á 7 systkini og tvenn pör af foreldrum, fóstursystkini og ættingja úr öllum áttum. Sem sagt íslensk stórfjölskylda eins og hún gerist best. Og allir í sátt og samlyndi eins og það á að vera.

Það var æðislegt að fá loks að hitta norðurlegg fjölskyldunnar, hittumst alltof sjaldan hin seinni ár. Ekki spillti veðrið deginum og ánægujulegt ferðalag. Fleiri myndir úr fermingunni má sjá hér.


Engin ummæli: