22.12.04

Bloggæðið er ansi smitandi

Í dag var ég að stússast með dóttir minni og stjúpdóttur hennar henni Bryndísi, kíktum í nokkrar búðir meðan Hekla var geymd hjá afa sínum. Fór svo í sjúkraþjálfun og var pínd ansi hressilega átti það víst skilið eftir vinnulotuna.

Annars gengur jólaundirbúningurinn bara mjög vel hjá okkur í Húsinu á Sléttunni. Allt að verða tilbúið og komnir hellingur af pökkum undir tréð og kortum í jólapokann. Bara eftir að fylla á ískápinn og stilla útvarpið á jólamessuna.

Mér finnst allataf yndisleg stund þegar útvarpsmessan byrjar kl 6 á aðfangadagskvöld. Þó ég hlusti nú ekki af ákefð þá finnst mér fínt að hafa hana í bakgrunninum. Maður er svo fastur í gömlum hefðum, svona var þetta á mínu bernskuheimili og svona hef ég þetta alltaf ef ég mögulega get. Mig hlakkar mikið til jólanna Palli bróðir og Frosti ætla að borða hjá okkur hjónunum og Ingimar við ætlum að hafa innbakaða nautalundir eins og við gerðum í fyrra og tókst mjög vel. Namm namm fæ munnvatn í munninn af tilhugsuninni.

Jæja en dóttir okkar var að uppgötva að við hjónin erum bæði með bloggsíður og dreif í að gera eina slíka líka og svo heimtaði Hekla líka síðu nú bíðum við bara eftir að Ingimar setji líka upp bloggsíðu.

Þau ásaka okkur börnin okkar um að hafa ekki verið látin vita af þessu fyrr. Bull og vitleysa segi ég nú þau hlusta bara ekki nógu vel á gömlu hjónin. Skildi það stafa af of miklu nöldri gegnum árin eða eru þau með elliglöp? Hvað haldið þið?

Set hér inn linkana á fjölskyldublogginu hér til hliðar. Linkarnir hjá Hölunum eru orðnir ansi margir og er það bara flott en VARÚÐ ný regla no. 1 Ef einhver sem ég er með link inná bloggar ekki í mánuð verður hann settur út þar til hann endurnýjar bloggið. Tekur gildi frá og með 15. janúar 2005.

Annars hlakka ég mikið til að fylgjast með fjölskyldublogginu og skora hér á Stebba, Sigrúnu Jónu, Steen, Ingimar Atla, Lovísu, Abraham, Guðmund, Palla og Frosta að byrja að blogga sem og aðra fjölskyldumeðlimi vítt og breytt um heiminn. Ef þið eruð þegar að blogga endilega sendið mér þá slóðir.

Engin ummæli: