10.12.04

Ása Jólastelpa

Í gær fór ég í síðasta prófið á þessari önn og gekk held ég bara þokkalega.

Mikil kæti greip mig eftir það, fór og náði í Heklu í skólann og við föndruðum allan daginn og langt fram á kvöld. Þetta finnst mér yndislegt. Við gerðum fullt af jólakortum, engil ofl. sem ekki má segja frá þar sem það fer í afmælispakka til Palla bróðir sem á afmæli 15 des.

Hekla svaf svo hjá mér í nótt og kúrðum við okkur og spáðum í jólasveinana, sem eru að fara að nálgast byggð, fyrir svefninn.

Hvílík heppni að eiga svona prinsessu hún er svo frábær og pælingarnar sem hún er með alveg frábærar. Við trúum sem sagt báðar heitt á jólasveinana 13 frá Íslandi. Stekkjastaur kemur aðfaranótt sunnudags og við verðum sko með skó út í glugga.

Verst að hann er eiginlega alveg hættur að gefa mér bara henni. Ég er víst orðin stór og svo mikið af börnum á Íslandi en það má nú alltaf vona að hann eigi einhvern afgang ekki satt.

Engin ummæli: