27.12.04

Húrra fyrir Lovísu Lilju

Frábært eins og þið vitið sem hafið fylgst með hér á blogginu skoraði ég á fjölskylduna að bætast í blogghópinn, ýmsir eru að hugsa sinn gang eftir því sem mér heyrist. Lovísa Lilja dóttir Villa bróðir er búin að taka áskoruninni og set ég linkinn hennar inn. Til hamingju Lovísa.

Palli segist ekki mega vera að þessu en hann heldur úti heimasíðu Íslenska fjallahjólaklúbbsins. Frosti heldur úti heimasíðunni Gayice. Þannig að fjölskyldan er nú ansi mikið á netinu greinilega. Vonandi koma þó fleiri bloggsíður fjótlega.

Nú eru hátíðisdagarnir á enda og hversdagurinn tekinn við. Jólin voru mjög góð hjá mér liðu alveg átakalaus í hömlulausu áti og fjölskylduboðum. Á aðfangadagskvöld var allt mjög hefðbundið og notalegt. Borðuðum góðan mat tókum upp pakka og borðuðum aðeins meira. Ég fékk nokkrar góðar gjafir og er afskaplega þakklát fyrir að hafa fjölskylduna hjá mér. Seinna um kvöldið fórum við svo öll til Sigrúnar Ósk og fjölskyldu og þar ver tekið upp enn meira af pökkum. Það voru mikil pakkajól hjá Heklu og Bryndísi.

Á jóladag var svo jólaboð hjá Ödda fjölskyldu við sáum um aðalréttinn það voru um 20 manns, allir mættir í ættleggnum nema einn en aðrir bættust bara við í staðinn gott mál. Eftir matinn var svo spilað fram eftir kvöldi eins og siður er hjá þeirri fjölskyldu.

Þegar heim var komið þurfti ég svo að lúta í lægra haldi fyrir grindarpúkanum hann er ekki tilbúinn að standa yfir pottum tvo daga í röð og elda stórmáltíð. Jæja en ég náði aftur völdum á annan dag jóla og hef tekið það rólega síðan gerði mest lítið nema narta í mat og konfekt.

Framundan er svo enn meiri afslöppun og að hlaða batteríin fyrir næstu törn sem hefst 3. jan en þá fer Halaleikhópurinn að æfa Kirsuberjagarðinn, svo byrjar skólinn þá viku líka og fljótlega upp úr því fer Leikfélagið Gunnar líka af stað svo nú verður að velja og hafna. Einnig er í þeirri viku fundur í félagsmálanefnd Sjálfsbjargar þar sem sennilega fer allt á fullt skrið, svo byrjar líka Boocia liðið mitt að æfa aftur ofl. ofl. svo ekki veitir af að slaka á nú meðan tækifæri gefst.

Engin ummæli: