12.12.04

Heiðursmerki og jólasveinar

Í gærkveldi varð ég orðlaus af undrun en stolt og hissa. Svona metur maður sjálfan sig stundum öðru vísi en aðrir. Ég var sem sagt sæmd heiðursmerki Íþróttasambands Íslands ásamt fleiri félögum mínum í Trimmklúbb Eddu á Litlu jólunum okkar. Sigurður Magnússon sem er forvígismaður að íþróttum fatlaðra heiðraði okkur með þessu þar sem við erum svo frábærar og gott fordæmi fyrir aðra. Takk fyrir Sigurður og Edda Bergmann. Ég sem kem úr þessari miklu antisportista fjölskyldu en hef svo sem verið að dunda mér við ýmislegt íþróttastúss undanfarin ár, þó ekki sjáist það nú á vextinum, sem er svo allt önnur Ella.

Stekkjastaur kom ekki til mín í nótt svo nú treysti ég bara á Giljagaur sem kemur til byggða í nótt.
Hér eru slóðir á nokkrar jólasveinasíður:
http://julli.is/jol/jolasveinarnir.htm
Allt um jólasveinana á jólavef Júlla þar á meðal uppáhalds jólakvæðið mitt eftir Jóhannes úr Kötlum Jólasveinakvæði sem segir manni allt um sveinana 13 og foreldra þeirra.

http://jol.ismennt.is/jolasveinakvaedi-ragnar2002.htm
Nútímajólasveinninn hans Ragnars Eyþórssonar af jólavef Salvarar: Gekk-á-staur, Gemsagaur, Lagstúfur, Fjarstýringafelir, Veggjaníður, Reykjablæsir, Hurðadældir, Græjuglamur, Tyggjóklínir, Símaníðir, Svitaþefur, Vírus-sendir og Snúruflækir.

http://jol.ismennt.is/jol96/menu.htm
Fræðileg úttekt á jólasveinunum ofl.

Á þessu vefjum eru svo krækjur í allar áttir þannig að allir jólastrákar og stelpur ættu að geta drekkt sér í jólafróðleik, vísum og öðrum skemmtilegheitum.

Engin ummæli: