11.12.04

Undarlegt þetta með jólakortin

Í dag hef ég meira og minna verið að föndra jólakort og fílað mig í tætlur. Er komin með nokkrar gerðir og slysaðist á eina ansi góða hugmynd sem sumir fá í póstinum.....

Þetta er merkilegt með jólakortin. Ég hef alltaf verið frekar dugleg að senda jólakort þegar heilsan hefur leift það enda fæ ég mikið af kortum. Nokkrir sem ég sendi alltaf kort og fæ frá eru fólk sem ég hef ekki séð árum saman eða heyrt frá en allaf sendir maður kort og fær. Mér finnst þetta yndislegt og góður siður samt merkilegt að aldrei hringir maður í þetta fólk eða skreppur í heimsókn þegar maður á leið hjá eða það til mín. Ekki það að maður þekki þetta fólk ekki lengur heldur hefur lífið bara tekið margar beygjur á leiðinni og sumir hlykkir verið erfiðari en aðrir.....

En það er víst kominn laugardagurinn 11. des. sem er einn af mínum uppáhaldsdögum af tveimur ástæðum.

Sigrún systir á afmæli í dag verður 58 ára skil ekkert hvað hún eldist miklu hraðar en ég :-) Það hlýtur að hafa eitthvað með landafræði að gera. Hún býr í Danmörku. Til hamingju með afmælið elsku systir

Hin ástæðan er að í kvöld kemur Stekkjastaur, ég hreint og beint elska jólasveinana um held að ég sé alveg að verða fimm ára ætla sko að setja skóinn út í glugga í kvöld.

Hekla mín blessunin var svo eftir sig eftir daginn og nóttina með ömmu sinni í gær að hún var komin með hita upp úr hádegi og kvef. Fór svo að gubba í kvöld og komin með niðurgang og hausverk. Mikið er stundum gott að geta skilað krílunum. Er samt í stöðugu símasambandi við dömuna sem ber sig vel við ömmu. Hekla mín láttu þér batna fljótt.

Engin ummæli: