2.12.04

Hvað er það versta sem getur gerst ..........

Í gærkvöldi fór ég að sjá Memento mori hjá Leikfélagi Kópavogs og Hugleiks og varð fyrir ansi skrítinni upplifun. Memento mori er latína og þýðir mundu dauðann sem varð allt í einu eins og talað til mín.

Í miðri sýningu verður mér svona svaka óglatt allt í einu. Og þá voru nú góð ráð dýr. Hvað átti ég að gera, mér leið ferlega illa gat varla hreyft mig og var stödd á ansi slæmum stað til að verða óglatt á. Ég fór að leita að flóttaleið en hún var ansi strembin sá ég þar sem ég sat, sat manneskja í gangveginum og til að komast út þurfti ég að fara framhjá öllum bekkjunum og yfir sviðið þar sem full aksjón var í gangi. Vá hvað gerir maður í svona aðstöðu.

Gubbar í veskið sitt? Ég var með ansi stórt veski það hefði dugað en þá fyrst hefði ég nú stolið athyglinni frá þessum frábæru leikurum sem voru að sýna þetta kvöld.

Ég hraðspólaði í huganum yfir öll húsráð sem ég hafði heyrt og fann ekkert var að tapa mér og alveg að fara að gubba.

Mundi þá að slökunaræfingar eiga að vera góðar við flestu og reyndi að einbeita mér eins og ég gat að því að slaka á og anda rétt. Svitinn rann af mér og mér var kalt en hugurinn náði loksins yfirhöndinni og ógleðin hjaðnaði.

Sem sannar enn einu sinni fyrir mér því sem ég komst að fyrir nokkrum árum að við getum stjórnað líkamlegri líðan ansi mikið með hugsunum okkar.

Ég fékk tvö svona köst meðan á sýningunni stóð og missti þar af leiðandi af ansi miklu úr henni en það sem ég náði þó að fylgjast með var mjög gott og mæli ég hiklaust með þessari sýningu. Búningarnir voru alveg sérstakt augnakonfekt. Takk fyrir boðið Hugleikur og Leikfélag Kópavogs



2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara að prufa commentið á annari tölvu það virkar án þess að vera skráður inn

Nafnlaus sagði...

h