Kæru vinir og aðrir bloggarar ég ætla að nota tækifærið og þakka ykkur fyrir innlitið á árinu. Og óska ykkur velfarnaðar á nýju ári. Tölvan mín er að fara í exstreame makeover svo nú verður stutt hlé á blogginu fram yfir áramót. Held svo áfram á nýju ári með nýjum ævintýrum. Allt stefnir í að það verði rólega áramót hjá mér þetta árið.
28.12.04
Gleðilegt ár og takk fyrir það liðna
Kæru vinir og aðrir bloggarar ég ætla að nota tækifærið og þakka ykkur fyrir innlitið á árinu. Og óska ykkur velfarnaðar á nýju ári. Tölvan mín er að fara í exstreame makeover svo nú verður stutt hlé á blogginu fram yfir áramót. Held svo áfram á nýju ári með nýjum ævintýrum. Allt stefnir í að það verði rólega áramót hjá mér þetta árið.
27.12.04
Húrra fyrir Lovísu Lilju
Frábært eins og þið vitið sem hafið fylgst með hér á blogginu skoraði ég á fjölskylduna að bætast í blogghópinn, ýmsir eru að hugsa sinn gang eftir því sem mér heyrist. Lovísa Lilja dóttir Villa bróðir er búin að taka áskoruninni og set ég linkinn hennar inn. Til hamingju Lovísa.
Palli segist ekki mega vera að þessu en hann heldur úti heimasíðu Íslenska fjallahjólaklúbbsins. Frosti heldur úti heimasíðunni Gayice. Þannig að fjölskyldan er nú ansi mikið á netinu greinilega. Vonandi koma þó fleiri bloggsíður fjótlega.
Nú eru hátíðisdagarnir á enda og hversdagurinn tekinn við. Jólin voru mjög góð hjá mér liðu alveg átakalaus í hömlulausu áti og fjölskylduboðum. Á aðfangadagskvöld var allt mjög hefðbundið og notalegt. Borðuðum góðan mat tókum upp pakka og borðuðum aðeins meira. Ég fékk nokkrar góðar gjafir og er afskaplega þakklát fyrir að hafa fjölskylduna hjá mér. Seinna um kvöldið fórum við svo öll til Sigrúnar Ósk og fjölskyldu og þar ver tekið upp enn meira af pökkum. Það voru mikil pakkajól hjá Heklu og Bryndísi.
Á jóladag var svo jólaboð hjá Ödda fjölskyldu við sáum um aðalréttinn það voru um 20 manns, allir mættir í ættleggnum nema einn en aðrir bættust bara við í staðinn gott mál. Eftir matinn var svo spilað fram eftir kvöldi eins og siður er hjá þeirri fjölskyldu.
Þegar heim var komið þurfti ég svo að lúta í lægra haldi fyrir grindarpúkanum hann er ekki tilbúinn að standa yfir pottum tvo daga í röð og elda stórmáltíð. Jæja en ég náði aftur völdum á annan dag jóla og hef tekið það rólega síðan gerði mest lítið nema narta í mat og konfekt.
Framundan er svo enn meiri afslöppun og að hlaða batteríin fyrir næstu törn sem hefst 3. jan en þá fer Halaleikhópurinn að æfa Kirsuberjagarðinn, svo byrjar skólinn þá viku líka og fljótlega upp úr því fer Leikfélagið Gunnar líka af stað svo nú verður að velja og hafna. Einnig er í þeirri viku fundur í félagsmálanefnd Sjálfsbjargar þar sem sennilega fer allt á fullt skrið, svo byrjar líka Boocia liðið mitt að æfa aftur ofl. ofl. svo ekki veitir af að slaka á nú meðan tækifæri gefst.
Palli segist ekki mega vera að þessu en hann heldur úti heimasíðu Íslenska fjallahjólaklúbbsins. Frosti heldur úti heimasíðunni Gayice. Þannig að fjölskyldan er nú ansi mikið á netinu greinilega. Vonandi koma þó fleiri bloggsíður fjótlega.
Nú eru hátíðisdagarnir á enda og hversdagurinn tekinn við. Jólin voru mjög góð hjá mér liðu alveg átakalaus í hömlulausu áti og fjölskylduboðum. Á aðfangadagskvöld var allt mjög hefðbundið og notalegt. Borðuðum góðan mat tókum upp pakka og borðuðum aðeins meira. Ég fékk nokkrar góðar gjafir og er afskaplega þakklát fyrir að hafa fjölskylduna hjá mér. Seinna um kvöldið fórum við svo öll til Sigrúnar Ósk og fjölskyldu og þar ver tekið upp enn meira af pökkum. Það voru mikil pakkajól hjá Heklu og Bryndísi.
Á jóladag var svo jólaboð hjá Ödda fjölskyldu við sáum um aðalréttinn það voru um 20 manns, allir mættir í ættleggnum nema einn en aðrir bættust bara við í staðinn gott mál. Eftir matinn var svo spilað fram eftir kvöldi eins og siður er hjá þeirri fjölskyldu.
Þegar heim var komið þurfti ég svo að lúta í lægra haldi fyrir grindarpúkanum hann er ekki tilbúinn að standa yfir pottum tvo daga í röð og elda stórmáltíð. Jæja en ég náði aftur völdum á annan dag jóla og hef tekið það rólega síðan gerði mest lítið nema narta í mat og konfekt.
Framundan er svo enn meiri afslöppun og að hlaða batteríin fyrir næstu törn sem hefst 3. jan en þá fer Halaleikhópurinn að æfa Kirsuberjagarðinn, svo byrjar skólinn þá viku líka og fljótlega upp úr því fer Leikfélagið Gunnar líka af stað svo nú verður að velja og hafna. Einnig er í þeirri viku fundur í félagsmálanefnd Sjálfsbjargar þar sem sennilega fer allt á fullt skrið, svo byrjar líka Boocia liðið mitt að æfa aftur ofl. ofl. svo ekki veitir af að slaka á nú meðan tækifæri gefst.
24.12.04
Gleðileg jól
Kæru vinir og aðrir bloggarar ég óska ykkur Gleðilegra jóla og blessunar yfir hátíðinar set hér inn slóð á Jólaguðspjallið
Megi friður vera með ykkur
Hugleiðing um jólahefðirnar
Nú eru jólin alveg að sigla inn allt er tilbúið eða þannig. Desember hefur verið góður þetta árið hjá mér. Ekkert stress og bara tóm gleði við jólaundirbúninginn þó heilsan hafi verið að stríða mér ferlega þá var það bara eitthvað sem ég mátti búast við eftir annasaman nóvember.
Ég hef ekki alltaf getað sagt þetta þar sem ég kem úr alkóhólískri fjölskyldu þá var þetta oft á árum áður einn mesti kvíðamánuðurinn, maður var að lesa í allskyns hegðun og munstur sí og æ og naut sín engan veginn. Alltaf komu jólin þó ýmislegt gengi á og þau voru misgóð stundum slæm. Merkilegt hvað maður heldur lengi í slæmu minningarnar en gleymir hinu góða.
Fyrir nokkrum árum fór ég í fimm ára geðmeðferð þar sem ég tókst á við mikið þunglindi og kvíðaröskun sem hafði plagað mig lengi. Þar lærði ég að sleppa tökunum á slæmu minningunum og taka gleðina inn í hjarta mitt á ný. Frábær meðferð sem aðeins útvaldir sjúklingar fengu á þessum tíma og er eftir því sem ég veit best aflögð í dag. Nú þarf víst að lækna fólk í einum hvelli og skila arði. Hef aldrei skilið hvernig það gengur með sálarleg veikindi. Enda er ástandi í geðheilbrigðismálum eftir því.
Jæja en ég var heppinn fékk þessa meðferð og hún heldur enn tveimur og hálfu ári eftir að ég útskrifaðist. Ég lærði hvernig ég á að haga lífi mínu með tilliti til minna veikinda og gengur það bara nokkuð vel, þó ýmislegt mætti ég enn bæta í mínu fari en engin áramótaheit hér og nú. En af hverju fer ég að tala um þetta núna jú það eru að koma jól og mig hlakkar svo til í stað þess að vera full kvíða. Ég hef lært að þó ýmislegt breytist milli ára og þó vandi sé hér og þar þá er alveg hægt að njóta augnabliksins.
Jólahefðirnar eru með ýmsu móti en þegar um börn alkóhólista er að ræða þá eru þær oft haldreipið sem maður heldur fast í þó svo alkóhólisminn sé farin úr lífi manns þá halda þær áfram að vera mikilvægur öryggisventill. En svo breytist nútímafjölskyldan frá ári til árs og við þurfum að sýna aðlögunarhæfileika líka með jólahefðirnar.
Í ár hefur mín nánasta fjölskylda aðeins breyst. Dóttir mín Sigrún Ósk fór aftur að búa með barnsföður sínum honum Bjarna og er það bara frábært óska ég þeim bara gæfu og gengis í lífinu. Þau ætla að halda sín jól á sínu heimili með dætrum sínum og er það bara gott mál þó ég sakni þess ansi mikið að hafa þau ekki hjá mér, þetta er spurningin um að sleppa tökunum á börnunum sínum. Ég kíki bara í kaffi til þeirra seinna um kvöldið og fæ að knúsa þau.
Villi bróðir og Guðmundur mágur eru fluttir alfarnir til Suður-Afríku en með þeim hef ég átt ansi miklar jólahefðir og áramótahefðir síðustu árin en þá er bara að búa til nýjar hefðir. Til dæmis fór ég alltaf með þeim og áttum góða stund í kirkjugarðinum við hin ýmsu leiði. Palli bróðir fór með mér í það í gær ásamt Ödda og Ingimar Atla. Svo var nú vaninn að stinga sér á kaffihús í jólaösinni í 101 en það varð ekkert af því í ár. Átti í staðinn góða stund á kaffihúsi í Smáranum með fjölskyldunni og líka vinum nokkrum sinnum í desember.
Svo bættist einn fjölskyldumeðlimur við hann Frosti vinur hans Palla og bíð ég hann hér formlega opinberlega velkominn í fjölskylduna og hlakka mikið til að eyða góðum stundum með honum áfram eins og ég er búin að gera mest allt þetta ár. Hann ætlar að borða með okkur í kvöld og er meira en velkominn.
Það er sem ég segi bara að búa til nýjar hefðir þegar þær gömlu ganga ekki upp lengur. Og njóta jólahátíðarinnar í botn hvað svo sem hún hefur upp á að bjóða. Halda í góðu tilfinningarnar og sleppa tökunum á því sem hryggir mann og dregur niður. Það er hægt að stjórna eigin líðan mjög mikið með því að beina hugarfarinu inn á jákvæðar og uppbyggjandi slóðir.
Vá ég hef fengið skrifkast en eigi þið öll Gleðileg jól og takk fyrir að heimsækja síðuna mína. Gaman væri að fá comment öðru hverju, leiðbeiningar eru í bloggi frá 2. des sl.
Ég hef ekki alltaf getað sagt þetta þar sem ég kem úr alkóhólískri fjölskyldu þá var þetta oft á árum áður einn mesti kvíðamánuðurinn, maður var að lesa í allskyns hegðun og munstur sí og æ og naut sín engan veginn. Alltaf komu jólin þó ýmislegt gengi á og þau voru misgóð stundum slæm. Merkilegt hvað maður heldur lengi í slæmu minningarnar en gleymir hinu góða.
Fyrir nokkrum árum fór ég í fimm ára geðmeðferð þar sem ég tókst á við mikið þunglindi og kvíðaröskun sem hafði plagað mig lengi. Þar lærði ég að sleppa tökunum á slæmu minningunum og taka gleðina inn í hjarta mitt á ný. Frábær meðferð sem aðeins útvaldir sjúklingar fengu á þessum tíma og er eftir því sem ég veit best aflögð í dag. Nú þarf víst að lækna fólk í einum hvelli og skila arði. Hef aldrei skilið hvernig það gengur með sálarleg veikindi. Enda er ástandi í geðheilbrigðismálum eftir því.
Jæja en ég var heppinn fékk þessa meðferð og hún heldur enn tveimur og hálfu ári eftir að ég útskrifaðist. Ég lærði hvernig ég á að haga lífi mínu með tilliti til minna veikinda og gengur það bara nokkuð vel, þó ýmislegt mætti ég enn bæta í mínu fari en engin áramótaheit hér og nú. En af hverju fer ég að tala um þetta núna jú það eru að koma jól og mig hlakkar svo til í stað þess að vera full kvíða. Ég hef lært að þó ýmislegt breytist milli ára og þó vandi sé hér og þar þá er alveg hægt að njóta augnabliksins.
Jólahefðirnar eru með ýmsu móti en þegar um börn alkóhólista er að ræða þá eru þær oft haldreipið sem maður heldur fast í þó svo alkóhólisminn sé farin úr lífi manns þá halda þær áfram að vera mikilvægur öryggisventill. En svo breytist nútímafjölskyldan frá ári til árs og við þurfum að sýna aðlögunarhæfileika líka með jólahefðirnar.
Í ár hefur mín nánasta fjölskylda aðeins breyst. Dóttir mín Sigrún Ósk fór aftur að búa með barnsföður sínum honum Bjarna og er það bara frábært óska ég þeim bara gæfu og gengis í lífinu. Þau ætla að halda sín jól á sínu heimili með dætrum sínum og er það bara gott mál þó ég sakni þess ansi mikið að hafa þau ekki hjá mér, þetta er spurningin um að sleppa tökunum á börnunum sínum. Ég kíki bara í kaffi til þeirra seinna um kvöldið og fæ að knúsa þau.
Villi bróðir og Guðmundur mágur eru fluttir alfarnir til Suður-Afríku en með þeim hef ég átt ansi miklar jólahefðir og áramótahefðir síðustu árin en þá er bara að búa til nýjar hefðir. Til dæmis fór ég alltaf með þeim og áttum góða stund í kirkjugarðinum við hin ýmsu leiði. Palli bróðir fór með mér í það í gær ásamt Ödda og Ingimar Atla. Svo var nú vaninn að stinga sér á kaffihús í jólaösinni í 101 en það varð ekkert af því í ár. Átti í staðinn góða stund á kaffihúsi í Smáranum með fjölskyldunni og líka vinum nokkrum sinnum í desember.
Svo bættist einn fjölskyldumeðlimur við hann Frosti vinur hans Palla og bíð ég hann hér formlega opinberlega velkominn í fjölskylduna og hlakka mikið til að eyða góðum stundum með honum áfram eins og ég er búin að gera mest allt þetta ár. Hann ætlar að borða með okkur í kvöld og er meira en velkominn.
Það er sem ég segi bara að búa til nýjar hefðir þegar þær gömlu ganga ekki upp lengur. Og njóta jólahátíðarinnar í botn hvað svo sem hún hefur upp á að bjóða. Halda í góðu tilfinningarnar og sleppa tökunum á því sem hryggir mann og dregur niður. Það er hægt að stjórna eigin líðan mjög mikið með því að beina hugarfarinu inn á jákvæðar og uppbyggjandi slóðir.
Vá ég hef fengið skrifkast en eigi þið öll Gleðileg jól og takk fyrir að heimsækja síðuna mína. Gaman væri að fá comment öðru hverju, leiðbeiningar eru í bloggi frá 2. des sl.
22.12.04
Bloggæðið er ansi smitandi
Í dag var ég að stússast með dóttir minni og stjúpdóttur hennar henni Bryndísi, kíktum í nokkrar búðir meðan Hekla var geymd hjá afa sínum. Fór svo í sjúkraþjálfun og var pínd ansi hressilega átti það víst skilið eftir vinnulotuna.
Annars gengur jólaundirbúningurinn bara mjög vel hjá okkur í Húsinu á Sléttunni. Allt að verða tilbúið og komnir hellingur af pökkum undir tréð og kortum í jólapokann. Bara eftir að fylla á ískápinn og stilla útvarpið á jólamessuna.
Mér finnst allataf yndisleg stund þegar útvarpsmessan byrjar kl 6 á aðfangadagskvöld. Þó ég hlusti nú ekki af ákefð þá finnst mér fínt að hafa hana í bakgrunninum. Maður er svo fastur í gömlum hefðum, svona var þetta á mínu bernskuheimili og svona hef ég þetta alltaf ef ég mögulega get. Mig hlakkar mikið til jólanna Palli bróðir og Frosti ætla að borða hjá okkur hjónunum og Ingimar við ætlum að hafa innbakaða nautalundir eins og við gerðum í fyrra og tókst mjög vel. Namm namm fæ munnvatn í munninn af tilhugsuninni.
Jæja en dóttir okkar var að uppgötva að við hjónin erum bæði með bloggsíður og dreif í að gera eina slíka líka og svo heimtaði Hekla líka síðu nú bíðum við bara eftir að Ingimar setji líka upp bloggsíðu.
Þau ásaka okkur börnin okkar um að hafa ekki verið látin vita af þessu fyrr. Bull og vitleysa segi ég nú þau hlusta bara ekki nógu vel á gömlu hjónin. Skildi það stafa af of miklu nöldri gegnum árin eða eru þau með elliglöp? Hvað haldið þið?
Set hér inn linkana á fjölskyldublogginu hér til hliðar. Linkarnir hjá Hölunum eru orðnir ansi margir og er það bara flott en VARÚÐ ný regla no. 1 Ef einhver sem ég er með link inná bloggar ekki í mánuð verður hann settur út þar til hann endurnýjar bloggið. Tekur gildi frá og með 15. janúar 2005.
Annars hlakka ég mikið til að fylgjast með fjölskyldublogginu og skora hér á Stebba, Sigrúnu Jónu, Steen, Ingimar Atla, Lovísu, Abraham, Guðmund, Palla og Frosta að byrja að blogga sem og aðra fjölskyldumeðlimi vítt og breytt um heiminn. Ef þið eruð þegar að blogga endilega sendið mér þá slóðir.
Annars gengur jólaundirbúningurinn bara mjög vel hjá okkur í Húsinu á Sléttunni. Allt að verða tilbúið og komnir hellingur af pökkum undir tréð og kortum í jólapokann. Bara eftir að fylla á ískápinn og stilla útvarpið á jólamessuna.
Mér finnst allataf yndisleg stund þegar útvarpsmessan byrjar kl 6 á aðfangadagskvöld. Þó ég hlusti nú ekki af ákefð þá finnst mér fínt að hafa hana í bakgrunninum. Maður er svo fastur í gömlum hefðum, svona var þetta á mínu bernskuheimili og svona hef ég þetta alltaf ef ég mögulega get. Mig hlakkar mikið til jólanna Palli bróðir og Frosti ætla að borða hjá okkur hjónunum og Ingimar við ætlum að hafa innbakaða nautalundir eins og við gerðum í fyrra og tókst mjög vel. Namm namm fæ munnvatn í munninn af tilhugsuninni.
Jæja en dóttir okkar var að uppgötva að við hjónin erum bæði með bloggsíður og dreif í að gera eina slíka líka og svo heimtaði Hekla líka síðu nú bíðum við bara eftir að Ingimar setji líka upp bloggsíðu.
Þau ásaka okkur börnin okkar um að hafa ekki verið látin vita af þessu fyrr. Bull og vitleysa segi ég nú þau hlusta bara ekki nógu vel á gömlu hjónin. Skildi það stafa af of miklu nöldri gegnum árin eða eru þau með elliglöp? Hvað haldið þið?
Set hér inn linkana á fjölskyldublogginu hér til hliðar. Linkarnir hjá Hölunum eru orðnir ansi margir og er það bara flott en VARÚÐ ný regla no. 1 Ef einhver sem ég er með link inná bloggar ekki í mánuð verður hann settur út þar til hann endurnýjar bloggið. Tekur gildi frá og með 15. janúar 2005.
Annars hlakka ég mikið til að fylgjast með fjölskyldublogginu og skora hér á Stebba, Sigrúnu Jónu, Steen, Ingimar Atla, Lovísu, Abraham, Guðmund, Palla og Frosta að byrja að blogga sem og aðra fjölskyldumeðlimi vítt og breytt um heiminn. Ef þið eruð þegar að blogga endilega sendið mér þá slóðir.
19.12.04
Góð helgi
Hekla jólastelpa og hrekkjótti afinn hennar við jólatréð og aðventukransinn
Jibbý jei ég fékk mandarínu í skóinn og var svo glöð :-) Skyrgámur er nú uppáhaldssveinkinn minn. Trixið er að setja hægri skóinn í gluggann það þrælvirkar eða svo segir Hekla og ekki lýgur hún. Sem er annað en má segja um afa hennar eins og sjá má á nýju bloggsíðunni hans Arnarhreiðrinu.
Þetta hefur verið hin ljúfasta helgi hjá mér. Fór í gær í Smáralindina með Ödda og Heklu hitti þar fullt af vinum sem við eyddum nokkru klst. með. Rápuðum milli verslana, keyptum ýmislegt og skoðuðum annað. Fórum á jólaball og út að borða allt undir sama þakinu.
Þegar heim var komið var svo jólatréð sett upp og skreytt með diggri að stoð Ingimars og Heklu. Jón vinur minn kíkti í heimsókn með jólagjafir gott að fá hann yfir en hann býr í næsta húsi við mig en hefur aldrei komið áður. Villi bróðir hringdi svo frá Afríku það var gott að heyra í honum. Skora á ykkur að kíkja á bloggið hans.
Í dag var svo föndrað aðeins meira Hekla var að klára að gera jólagjafir til foreldra sinna. Fórum í heimsókn á neðri hæðina til Hjalla og Guggu og Halla fengum heimalagað bakkelsi að vestfirskum sið. Eftir að við skiluðum svo prinsessunni seinnipartinn var skundað í Bónus og ískápurinn fylltur og ýmislegt annað fer nú að sofa sæl í sinni og með hægri skóinn út í glugga og vona að Bjúgnakrækir kíki við.
Jibbý jei ég fékk mandarínu í skóinn og var svo glöð :-) Skyrgámur er nú uppáhaldssveinkinn minn. Trixið er að setja hægri skóinn í gluggann það þrælvirkar eða svo segir Hekla og ekki lýgur hún. Sem er annað en má segja um afa hennar eins og sjá má á nýju bloggsíðunni hans Arnarhreiðrinu.
Þetta hefur verið hin ljúfasta helgi hjá mér. Fór í gær í Smáralindina með Ödda og Heklu hitti þar fullt af vinum sem við eyddum nokkru klst. með. Rápuðum milli verslana, keyptum ýmislegt og skoðuðum annað. Fórum á jólaball og út að borða allt undir sama þakinu.
Þegar heim var komið var svo jólatréð sett upp og skreytt með diggri að stoð Ingimars og Heklu. Jón vinur minn kíkti í heimsókn með jólagjafir gott að fá hann yfir en hann býr í næsta húsi við mig en hefur aldrei komið áður. Villi bróðir hringdi svo frá Afríku það var gott að heyra í honum. Skora á ykkur að kíkja á bloggið hans.
Í dag var svo föndrað aðeins meira Hekla var að klára að gera jólagjafir til foreldra sinna. Fórum í heimsókn á neðri hæðina til Hjalla og Guggu og Halla fengum heimalagað bakkelsi að vestfirskum sið. Eftir að við skiluðum svo prinsessunni seinnipartinn var skundað í Bónus og ískápurinn fylltur og ýmislegt annað fer nú að sofa sæl í sinni og með hægri skóinn út í glugga og vona að Bjúgnakrækir kíki við.
17.12.04
Óvænt prik
Það kom að því sem ég hélt aldrei ætti eftir að gerast, Davíð Oddson fær prik hjá mér fyrir framgöngu sína í máli Bobby Fishers. Batnandi mönnum er best að lifa en honum tókst nú að klúðra viðtalinu við blaðamenn þegar hann fór að tala um alla vitleysingjana á Íslandi. Jæja en eitt prik.
Í dag fór ég á Litlu Jólin í Vin og átti þar góða stund með vinum mínum Jóna Hrönn kom og las upp fyrir okkur jólavísur undir borðhaldi og svo kom hljómsveit og spilaði jólamúsík. Hátíðlega og notaleg stund ekki síst fyrir þær sakir að ein fyrrverandi fastagestur Vinjar bauð upp á matinn komplett Hangikjet með öllu hugsanlegu meðlæti og eftirrétt rausnarlegt það. Sá vinur vill ekki láta nafns síns getið en hefur náð sér vel af þunglyndi sem hrjáði hann í mörg ár og er kominn í góðar álnir. Vildi tjá þakklæti sitt með þessum hætti. Frábært takk fyrir mig.
Í kvöld fór ég svo með mínum heittelskaða á skólaslit í Fjölmennt. Þar var mikil músík og fínerí að hætti hússins, mikil uppskeruhátíð. Það sem bar aftur á móti skugga á var að stjórnvöld hafa enn ekki gefið svar við áframhaldandi fjárveitingu fyrir þennan mikilvæga skóla. Öllum þingmönnum og ráðherrum var boðið í kvöld en ekki einn einasti mætti. Fussum svei segi ég bara við þá herra og frúr sem eru ekki að standa sig í stykkinu..............
Ég var næstum búin að skrifa hér mikla skammarræðu og nöldur en ákvað að hemja skassið og muna jólaskapið. Skrifa örugglega um þetta og fleira neikvætt sem ég hef verið að pæla í eftir jól. Bannað að draga eitthvað neikvætt upp ef hægt er að komast hjá því. Það er vika til jóla og tvær vikur til áramóta og 17 dagar í að Halaleikhópurinn fer á fullt í Kirsuberjagarðinn <:-)
Í dag fór ég á Litlu Jólin í Vin og átti þar góða stund með vinum mínum Jóna Hrönn kom og las upp fyrir okkur jólavísur undir borðhaldi og svo kom hljómsveit og spilaði jólamúsík. Hátíðlega og notaleg stund ekki síst fyrir þær sakir að ein fyrrverandi fastagestur Vinjar bauð upp á matinn komplett Hangikjet með öllu hugsanlegu meðlæti og eftirrétt rausnarlegt það. Sá vinur vill ekki láta nafns síns getið en hefur náð sér vel af þunglyndi sem hrjáði hann í mörg ár og er kominn í góðar álnir. Vildi tjá þakklæti sitt með þessum hætti. Frábært takk fyrir mig.
Í kvöld fór ég svo með mínum heittelskaða á skólaslit í Fjölmennt. Þar var mikil músík og fínerí að hætti hússins, mikil uppskeruhátíð. Það sem bar aftur á móti skugga á var að stjórnvöld hafa enn ekki gefið svar við áframhaldandi fjárveitingu fyrir þennan mikilvæga skóla. Öllum þingmönnum og ráðherrum var boðið í kvöld en ekki einn einasti mætti. Fussum svei segi ég bara við þá herra og frúr sem eru ekki að standa sig í stykkinu..............
Ég var næstum búin að skrifa hér mikla skammarræðu og nöldur en ákvað að hemja skassið og muna jólaskapið. Skrifa örugglega um þetta og fleira neikvætt sem ég hef verið að pæla í eftir jól. Bannað að draga eitthvað neikvætt upp ef hægt er að komast hjá því. Það er vika til jóla og tvær vikur til áramóta og 17 dagar í að Halaleikhópurinn fer á fullt í Kirsuberjagarðinn <:-)
16.12.04
8 dagar til jóla
Ég er í sjöunda himni var að sækja einkunnirnar og púlið hefur skilað sér fékk eina sjöu fjórar níur og tvær tíur. Betra getur það varla orðið hjá ellismellnum með unglingaveikina.
Er annars bara í jóladúlli þessa dagana, fór í gær eftir sundleikfimina og hlustaði að nokkra rithöfunda lesa upp úr bókum sínum niðrí Vin. Hátíðleg og notaleg stund í frábærum félagsskap.
Fór svo í heimsókn til Sigrúnar og Heklu. Kippti einni tönn úr henni tími til kominn þar sem fullorðinstönnin var komin fyrir þó nokkru síðan á bakvið. Vorum að pæla í jólafötum og duttum niður á hagkvæma lausn fyrir budduna.
Ingimar sonur minn var líka að fá einkunnirnar sínar sem voru mjög fínar og gladdi það okkur hjónakornin mjög.
Ef ekki er tilefni til hátíðarhalda í kvöld þá veit ég ekki hvað.
Er annars bara í jóladúlli þessa dagana, fór í gær eftir sundleikfimina og hlustaði að nokkra rithöfunda lesa upp úr bókum sínum niðrí Vin. Hátíðleg og notaleg stund í frábærum félagsskap.
Fór svo í heimsókn til Sigrúnar og Heklu. Kippti einni tönn úr henni tími til kominn þar sem fullorðinstönnin var komin fyrir þó nokkru síðan á bakvið. Vorum að pæla í jólafötum og duttum niður á hagkvæma lausn fyrir budduna.
Ingimar sonur minn var líka að fá einkunnirnar sínar sem voru mjög fínar og gladdi það okkur hjónakornin mjög.
Ef ekki er tilefni til hátíðarhalda í kvöld þá veit ég ekki hvað.
14.12.04
Hver er við stjórnvölinn?
Síðustu daga hef ég verið að taka afleyðingum af vinnutörninni í lok skólans. Er búin að vera full af vöðvabólgu, vefjagigtin á hástigi og Mígreniköstin fleiri en ég get talið. Auðvitað vissi ég alveg að þessu mætti búast við en var að vona að ég fengi frið.
Fyrir nokkrum árum tók ég þá ákvörðun að láta ekki verki og vanheilsu stjórna lífi mínu og hefur það gengið nokkuð vel á köflum svo koma slæmu kaflarnir á milli og eru hreint helvíti en þá er bara að muna hver stjórnar. Ég er búin að vera að reyna að vera skynsöm og slaka á og hafa það notalegt enda ekkert stress í gangi á mínum bæ fyrir þessi jól.
En ég er einu sinni þannig gerð að ég er með ofvirkan heila og er alltaf að fá einhverjar hugdettur um að gera þetta og hitt. Skil ekki af hverju ég er ekki sköpuð með heila í stíl við líkamlega færni. Jú jú ég gæti verið duglegri við að hugsa um skrokkinn en jæja nú er ég komin í tóm leiðindi. Ég hef sem sagt verið önnum kafin undanfarna daga við að gera ekki neitt. Búin að skreyta hátt og lágt og þó ekki búin að setja upp jólatré enn. Sit og sauma út, föndra og ýmislegt smálegt.
Keypti fyrstu jólagjöfina í dag fyrir hann Jón vin minn sem bíður spenntur eftir að fá pakka frá mér en þar sem hann á enga fjölskyldu sem hann er í tengslum við þá ákváðum við í sumar að ég yrði bara fjölskyldan hans. Hann er yndislegur og mig hlakkar mikið til að fá pakka frá honum.
Ég hef enn ekki þorað að eiga við bakaraofninn eftir síðust uppákomu en hver veit hvað gerist næstu daga.
Jólasveinarnir hafa enn ekki sett neitt í skóinn minn en ég fer snemma að sofa og held í vonina. Í nótt er von á Þvörusleiki, kannski ég laumi einhverju gómsætu á sleif út í glugga.
Fyrir nokkrum árum tók ég þá ákvörðun að láta ekki verki og vanheilsu stjórna lífi mínu og hefur það gengið nokkuð vel á köflum svo koma slæmu kaflarnir á milli og eru hreint helvíti en þá er bara að muna hver stjórnar. Ég er búin að vera að reyna að vera skynsöm og slaka á og hafa það notalegt enda ekkert stress í gangi á mínum bæ fyrir þessi jól.
En ég er einu sinni þannig gerð að ég er með ofvirkan heila og er alltaf að fá einhverjar hugdettur um að gera þetta og hitt. Skil ekki af hverju ég er ekki sköpuð með heila í stíl við líkamlega færni. Jú jú ég gæti verið duglegri við að hugsa um skrokkinn en jæja nú er ég komin í tóm leiðindi. Ég hef sem sagt verið önnum kafin undanfarna daga við að gera ekki neitt. Búin að skreyta hátt og lágt og þó ekki búin að setja upp jólatré enn. Sit og sauma út, föndra og ýmislegt smálegt.
Keypti fyrstu jólagjöfina í dag fyrir hann Jón vin minn sem bíður spenntur eftir að fá pakka frá mér en þar sem hann á enga fjölskyldu sem hann er í tengslum við þá ákváðum við í sumar að ég yrði bara fjölskyldan hans. Hann er yndislegur og mig hlakkar mikið til að fá pakka frá honum.
Ég hef enn ekki þorað að eiga við bakaraofninn eftir síðust uppákomu en hver veit hvað gerist næstu daga.
Jólasveinarnir hafa enn ekki sett neitt í skóinn minn en ég fer snemma að sofa og held í vonina. Í nótt er von á Þvörusleiki, kannski ég laumi einhverju gómsætu á sleif út í glugga.
12.12.04
Heiðursmerki og jólasveinar
Í gærkveldi varð ég orðlaus af undrun en stolt og hissa. Svona metur maður sjálfan sig stundum öðru vísi en aðrir. Ég var sem sagt sæmd heiðursmerki Íþróttasambands Íslands ásamt fleiri félögum mínum í Trimmklúbb Eddu á Litlu jólunum okkar. Sigurður Magnússon sem er forvígismaður að íþróttum fatlaðra heiðraði okkur með þessu þar sem við erum svo frábærar og gott fordæmi fyrir aðra. Takk fyrir Sigurður og Edda Bergmann. Ég sem kem úr þessari miklu antisportista fjölskyldu en hef svo sem verið að dunda mér við ýmislegt íþróttastúss undanfarin ár, þó ekki sjáist það nú á vextinum, sem er svo allt önnur Ella.
Stekkjastaur kom ekki til mín í nótt svo nú treysti ég bara á Giljagaur sem kemur til byggða í nótt.
Hér eru slóðir á nokkrar jólasveinasíður:
http://julli.is/jol/jolasveinarnir.htm
Allt um jólasveinana á jólavef Júlla þar á meðal uppáhalds jólakvæðið mitt eftir Jóhannes úr Kötlum Jólasveinakvæði sem segir manni allt um sveinana 13 og foreldra þeirra.
http://jol.ismennt.is/jolasveinakvaedi-ragnar2002.htm
Nútímajólasveinninn hans Ragnars Eyþórssonar af jólavef Salvarar: Gekk-á-staur, Gemsagaur, Lagstúfur, Fjarstýringafelir, Veggjaníður, Reykjablæsir, Hurðadældir, Græjuglamur, Tyggjóklínir, Símaníðir, Svitaþefur, Vírus-sendir og Snúruflækir.
http://jol.ismennt.is/jol96/menu.htm
Fræðileg úttekt á jólasveinunum ofl.
Á þessu vefjum eru svo krækjur í allar áttir þannig að allir jólastrákar og stelpur ættu að geta drekkt sér í jólafróðleik, vísum og öðrum skemmtilegheitum.
Stekkjastaur kom ekki til mín í nótt svo nú treysti ég bara á Giljagaur sem kemur til byggða í nótt.
Hér eru slóðir á nokkrar jólasveinasíður:
http://julli.is/jol/jolasveinarnir.htm
Allt um jólasveinana á jólavef Júlla þar á meðal uppáhalds jólakvæðið mitt eftir Jóhannes úr Kötlum Jólasveinakvæði sem segir manni allt um sveinana 13 og foreldra þeirra.
http://jol.ismennt.is/jolasveinakvaedi-ragnar2002.htm
Nútímajólasveinninn hans Ragnars Eyþórssonar af jólavef Salvarar: Gekk-á-staur, Gemsagaur, Lagstúfur, Fjarstýringafelir, Veggjaníður, Reykjablæsir, Hurðadældir, Græjuglamur, Tyggjóklínir, Símaníðir, Svitaþefur, Vírus-sendir og Snúruflækir.
http://jol.ismennt.is/jol96/menu.htm
Fræðileg úttekt á jólasveinunum ofl.
Á þessu vefjum eru svo krækjur í allar áttir þannig að allir jólastrákar og stelpur ættu að geta drekkt sér í jólafróðleik, vísum og öðrum skemmtilegheitum.
11.12.04
Undarlegt þetta með jólakortin
Í dag hef ég meira og minna verið að föndra jólakort og fílað mig í tætlur. Er komin með nokkrar gerðir og slysaðist á eina ansi góða hugmynd sem sumir fá í póstinum.....
Þetta er merkilegt með jólakortin. Ég hef alltaf verið frekar dugleg að senda jólakort þegar heilsan hefur leift það enda fæ ég mikið af kortum. Nokkrir sem ég sendi alltaf kort og fæ frá eru fólk sem ég hef ekki séð árum saman eða heyrt frá en allaf sendir maður kort og fær. Mér finnst þetta yndislegt og góður siður samt merkilegt að aldrei hringir maður í þetta fólk eða skreppur í heimsókn þegar maður á leið hjá eða það til mín. Ekki það að maður þekki þetta fólk ekki lengur heldur hefur lífið bara tekið margar beygjur á leiðinni og sumir hlykkir verið erfiðari en aðrir.....
En það er víst kominn laugardagurinn 11. des. sem er einn af mínum uppáhaldsdögum af tveimur ástæðum.
Sigrún systir á afmæli í dag verður 58 ára skil ekkert hvað hún eldist miklu hraðar en ég :-) Það hlýtur að hafa eitthvað með landafræði að gera. Hún býr í Danmörku. Til hamingju með afmælið elsku systir
Hin ástæðan er að í kvöld kemur Stekkjastaur, ég hreint og beint elska jólasveinana um held að ég sé alveg að verða fimm ára ætla sko að setja skóinn út í glugga í kvöld.
Hekla mín blessunin var svo eftir sig eftir daginn og nóttina með ömmu sinni í gær að hún var komin með hita upp úr hádegi og kvef. Fór svo að gubba í kvöld og komin með niðurgang og hausverk. Mikið er stundum gott að geta skilað krílunum. Er samt í stöðugu símasambandi við dömuna sem ber sig vel við ömmu. Hekla mín láttu þér batna fljótt.
Þetta er merkilegt með jólakortin. Ég hef alltaf verið frekar dugleg að senda jólakort þegar heilsan hefur leift það enda fæ ég mikið af kortum. Nokkrir sem ég sendi alltaf kort og fæ frá eru fólk sem ég hef ekki séð árum saman eða heyrt frá en allaf sendir maður kort og fær. Mér finnst þetta yndislegt og góður siður samt merkilegt að aldrei hringir maður í þetta fólk eða skreppur í heimsókn þegar maður á leið hjá eða það til mín. Ekki það að maður þekki þetta fólk ekki lengur heldur hefur lífið bara tekið margar beygjur á leiðinni og sumir hlykkir verið erfiðari en aðrir.....
En það er víst kominn laugardagurinn 11. des. sem er einn af mínum uppáhaldsdögum af tveimur ástæðum.
Sigrún systir á afmæli í dag verður 58 ára skil ekkert hvað hún eldist miklu hraðar en ég :-) Það hlýtur að hafa eitthvað með landafræði að gera. Hún býr í Danmörku. Til hamingju með afmælið elsku systir
Hin ástæðan er að í kvöld kemur Stekkjastaur, ég hreint og beint elska jólasveinana um held að ég sé alveg að verða fimm ára ætla sko að setja skóinn út í glugga í kvöld.
Hekla mín blessunin var svo eftir sig eftir daginn og nóttina með ömmu sinni í gær að hún var komin með hita upp úr hádegi og kvef. Fór svo að gubba í kvöld og komin með niðurgang og hausverk. Mikið er stundum gott að geta skilað krílunum. Er samt í stöðugu símasambandi við dömuna sem ber sig vel við ömmu. Hekla mín láttu þér batna fljótt.
10.12.04
Ása Jólastelpa
Í gær fór ég í síðasta prófið á þessari önn og gekk held ég bara þokkalega.
Mikil kæti greip mig eftir það, fór og náði í Heklu í skólann og við föndruðum allan daginn og langt fram á kvöld. Þetta finnst mér yndislegt. Við gerðum fullt af jólakortum, engil ofl. sem ekki má segja frá þar sem það fer í afmælispakka til Palla bróðir sem á afmæli 15 des.
Hekla svaf svo hjá mér í nótt og kúrðum við okkur og spáðum í jólasveinana, sem eru að fara að nálgast byggð, fyrir svefninn.
Hvílík heppni að eiga svona prinsessu hún er svo frábær og pælingarnar sem hún er með alveg frábærar. Við trúum sem sagt báðar heitt á jólasveinana 13 frá Íslandi. Stekkjastaur kemur aðfaranótt sunnudags og við verðum sko með skó út í glugga.
Verst að hann er eiginlega alveg hættur að gefa mér bara henni. Ég er víst orðin stór og svo mikið af börnum á Íslandi en það má nú alltaf vona að hann eigi einhvern afgang ekki satt.
Mikil kæti greip mig eftir það, fór og náði í Heklu í skólann og við föndruðum allan daginn og langt fram á kvöld. Þetta finnst mér yndislegt. Við gerðum fullt af jólakortum, engil ofl. sem ekki má segja frá þar sem það fer í afmælispakka til Palla bróðir sem á afmæli 15 des.
Hekla svaf svo hjá mér í nótt og kúrðum við okkur og spáðum í jólasveinana, sem eru að fara að nálgast byggð, fyrir svefninn.
Hvílík heppni að eiga svona prinsessu hún er svo frábær og pælingarnar sem hún er með alveg frábærar. Við trúum sem sagt báðar heitt á jólasveinana 13 frá Íslandi. Stekkjastaur kemur aðfaranótt sunnudags og við verðum sko með skó út í glugga.
Verst að hann er eiginlega alveg hættur að gefa mér bara henni. Ég er víst orðin stór og svo mikið af börnum á Íslandi en það má nú alltaf vona að hann eigi einhvern afgang ekki satt.
8.12.04
Næturævintýri og GULA hættan
Jæja það aldeilis svínvirkaði að setja inn leiðbeininga um commentin. Takk öll fyrir að skrifa.
Maggi rifjaði upp gamlar minningar þegar ég var á Reykjaskóla og Villi bróðir og félagar sáu um að senda okkur skvísunum á heimavistinni spritt....Jú til að hreinsa eyrun en við gerðum allar göt í eyrun þennan vetur með nálum. Hreinsuðum svo með spritti sem við gerðum víst eitthvað annað við líka. Upp rifjast minningar um óblandaðan djús sem var stolið í næturheimsókn í búrið blandað við spritt og innbyrgt í miðstöðvarkompu við sígarettureyk. Einn af hápunktum vetrarins. Uss var maður svona ...já svona hvað..........
Síðan eru liðin 30 ár og ég enn í skóla. Eitthvað gerðist þó í millitíðinni.
Er annars að reyna að einbeita mér að próflestri en finnst einhvernvegin að ég eigi að vera komin í jólafrí.
Mér var gefin GUL úlpa í morgun sem er svo hlý og góð að ef þið sjáið GULA manneskju á ferðinni á morgun þá rekið mig heim að læra. Takk fyrir úlpuna.
ps. valdi ekki litinn sjálf
Maggi rifjaði upp gamlar minningar þegar ég var á Reykjaskóla og Villi bróðir og félagar sáu um að senda okkur skvísunum á heimavistinni spritt....Jú til að hreinsa eyrun en við gerðum allar göt í eyrun þennan vetur með nálum. Hreinsuðum svo með spritti sem við gerðum víst eitthvað annað við líka. Upp rifjast minningar um óblandaðan djús sem var stolið í næturheimsókn í búrið blandað við spritt og innbyrgt í miðstöðvarkompu við sígarettureyk. Einn af hápunktum vetrarins. Uss var maður svona ...já svona hvað..........
Síðan eru liðin 30 ár og ég enn í skóla. Eitthvað gerðist þó í millitíðinni.
Er annars að reyna að einbeita mér að próflestri en finnst einhvernvegin að ég eigi að vera komin í jólafrí.
Mér var gefin GUL úlpa í morgun sem er svo hlý og góð að ef þið sjáið GULA manneskju á ferðinni á morgun þá rekið mig heim að læra. Takk fyrir úlpuna.
ps. valdi ekki litinn sjálf
2.12.04
Uppfærsla linka og comment leiðbeiningar
Jæja loksins gafst tími til að uppfæra linkana hér til hægri. Halabloggurunum fjölgar svo ört að maður hefur varla við.
En ég fékk líka nokkrar fyrir spurnir varðandi commetið á síðunni hjá mér. Þar sem ég er dálítið fyrir að vera með allskonar sérvisku vill ég ekki vera á blog.central.is eins og aðrir Halar eru allir dottnir inná nema við systkinin.
Jæja en ég fór í aðra tölvu og prófaði þetta sjálf. Þetta er ekkert mál og ekki þarf að vera með blogg á Blogspot til að geta commentað.
Bara ýta á comment, þá opnast gluggi ýta þar á post a comment sem er fyrir neðan sign in takkann. Þá í Or Post Anonymously og endilega skrifa eins og listir Ef þessi aðferð er notuð kemur ekkert nafn fram svo endilega bætið við frá hverjum commentið er nema þið viljið vera nafnlaus. Ýta eftir það á Publish your comment og það birtist.
Gaman væri heyra öðru hverju hvað ykkur finnst um bloggið og það sem ég er að skrifa um nú eða bara vekja athygli mína á einhverju sem brennur á ykkur
En ég fékk líka nokkrar fyrir spurnir varðandi commetið á síðunni hjá mér. Þar sem ég er dálítið fyrir að vera með allskonar sérvisku vill ég ekki vera á blog.central.is eins og aðrir Halar eru allir dottnir inná nema við systkinin.
Jæja en ég fór í aðra tölvu og prófaði þetta sjálf. Þetta er ekkert mál og ekki þarf að vera með blogg á Blogspot til að geta commentað.
Bara ýta á comment, þá opnast gluggi ýta þar á post a comment sem er fyrir neðan sign in takkann. Þá í Or Post Anonymously og endilega skrifa eins og listir Ef þessi aðferð er notuð kemur ekkert nafn fram svo endilega bætið við frá hverjum commentið er nema þið viljið vera nafnlaus. Ýta eftir það á Publish your comment og það birtist.
Gaman væri heyra öðru hverju hvað ykkur finnst um bloggið og það sem ég er að skrifa um nú eða bara vekja athygli mína á einhverju sem brennur á ykkur
Hvað er það versta sem getur gerst ..........
Í gærkvöldi fór ég að sjá Memento mori hjá Leikfélagi Kópavogs og Hugleiks og varð fyrir ansi skrítinni upplifun. Memento mori er latína og þýðir mundu dauðann sem varð allt í einu eins og talað til mín.
Í miðri sýningu verður mér svona svaka óglatt allt í einu. Og þá voru nú góð ráð dýr. Hvað átti ég að gera, mér leið ferlega illa gat varla hreyft mig og var stödd á ansi slæmum stað til að verða óglatt á. Ég fór að leita að flóttaleið en hún var ansi strembin sá ég þar sem ég sat, sat manneskja í gangveginum og til að komast út þurfti ég að fara framhjá öllum bekkjunum og yfir sviðið þar sem full aksjón var í gangi. Vá hvað gerir maður í svona aðstöðu.
Gubbar í veskið sitt? Ég var með ansi stórt veski það hefði dugað en þá fyrst hefði ég nú stolið athyglinni frá þessum frábæru leikurum sem voru að sýna þetta kvöld.
Ég hraðspólaði í huganum yfir öll húsráð sem ég hafði heyrt og fann ekkert var að tapa mér og alveg að fara að gubba.
Mundi þá að slökunaræfingar eiga að vera góðar við flestu og reyndi að einbeita mér eins og ég gat að því að slaka á og anda rétt. Svitinn rann af mér og mér var kalt en hugurinn náði loksins yfirhöndinni og ógleðin hjaðnaði.
Sem sannar enn einu sinni fyrir mér því sem ég komst að fyrir nokkrum árum að við getum stjórnað líkamlegri líðan ansi mikið með hugsunum okkar.
Ég fékk tvö svona köst meðan á sýningunni stóð og missti þar af leiðandi af ansi miklu úr henni en það sem ég náði þó að fylgjast með var mjög gott og mæli ég hiklaust með þessari sýningu. Búningarnir voru alveg sérstakt augnakonfekt. Takk fyrir boðið Hugleikur og Leikfélag Kópavogs
Í miðri sýningu verður mér svona svaka óglatt allt í einu. Og þá voru nú góð ráð dýr. Hvað átti ég að gera, mér leið ferlega illa gat varla hreyft mig og var stödd á ansi slæmum stað til að verða óglatt á. Ég fór að leita að flóttaleið en hún var ansi strembin sá ég þar sem ég sat, sat manneskja í gangveginum og til að komast út þurfti ég að fara framhjá öllum bekkjunum og yfir sviðið þar sem full aksjón var í gangi. Vá hvað gerir maður í svona aðstöðu.
Gubbar í veskið sitt? Ég var með ansi stórt veski það hefði dugað en þá fyrst hefði ég nú stolið athyglinni frá þessum frábæru leikurum sem voru að sýna þetta kvöld.
Ég hraðspólaði í huganum yfir öll húsráð sem ég hafði heyrt og fann ekkert var að tapa mér og alveg að fara að gubba.
Mundi þá að slökunaræfingar eiga að vera góðar við flestu og reyndi að einbeita mér eins og ég gat að því að slaka á og anda rétt. Svitinn rann af mér og mér var kalt en hugurinn náði loksins yfirhöndinni og ógleðin hjaðnaði.
Sem sannar enn einu sinni fyrir mér því sem ég komst að fyrir nokkrum árum að við getum stjórnað líkamlegri líðan ansi mikið með hugsunum okkar.
Ég fékk tvö svona köst meðan á sýningunni stóð og missti þar af leiðandi af ansi miklu úr henni en það sem ég náði þó að fylgjast með var mjög gott og mæli ég hiklaust með þessari sýningu. Búningarnir voru alveg sérstakt augnakonfekt. Takk fyrir boðið Hugleikur og Leikfélag Kópavogs
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)