16.7.05

Alvöru prinsessa !!!

Í dag ákváðum við mæðgurnar að fara í skóleiðangur og reyna til þrautar að finna skó á prinsessuna. Undanfarna viku höfum við verið að kíkja í skóbúðir hér og þar en ekkert fundið sem hentar buddunni og prinsessunni auk þess sem númer 34 er oftast eina númerið sem vantar.

Jæja við byrjuðum úti á Granda þar sem búið var að segja okkur frá þessum fína skómarkaði, þegar við loks fundum hann þá vantaði ekki úrvalið nema í númeri 34 og prinsessan datt í ekta prinsessustuð vildi helst bara nike, adidas eða puma!!! Hún er bara 7 ára hvernig endar þetta eiginlega, en mér fannst þetta samt fyndið því mamma hennar varð svolítið pirruð yfir þessu en hún hafði hagað sér alveg eins nokkrum árum fyrr.

En allavega fundum við enga skó á Heklu þarna en fórum samt báðar út með skó undir handleggnum ;-))

Þá lá leiðin í Smáralindina verslunarMIÐSTÖÐINA fínu í Kópavogi. Því miður fengu flestir landsmenn held ég líka þá hugmynd að skreppa í Smárann þann daginn. Úfs það var þröng á þingi. En við fórum samt hringinn og sáum ýmsa skó sem prinsessunni fannst of þröngir asnalegir ómögulegir strákalegir og ég veit ekki hvað. Nema Adidas á 6400- og Puma á tæpar 12000- okkur fannst það nú tú much.

Enduðum svo í tískuverslun fjölskyldunnar þar sem við gátum loks sætts á tvenna skó eina íþróttaskó og aðra ballerínuskó í kaupbæti og allir fóru stynjandi út. Gömlu hjónin skröltu heim en stelpurnar ætluðu að taka annan hring í nýju skónum og finna afmælisgjöf fyrir Bjarna sem var að vinna á afmælisdaginn sinn.

Allt stefnir svo í leti og kósi kvöld í sófanum :-)

Engin ummæli: