23.7.05

Eins og Karfi

Mér varð litið í spegil áðan og sá að ég var orðin eins og karfi í framan, sólin er sem sagt búin að vera mín megin í dag.

Það var Haladagur í Krikanum í dag og veðrið lék aldeilis við okkur enda fjölmenntu Halar sem og aðrir góðir gestir.


Tara tíkin hennar Ollu mágkonu hélt hún væri fiskur og kældi sig í vatninu svei mér ef Árni frændi er ekki að hugsa um að herma.


Hljómsveitin SJER eða kannski á að segja JER því Sið vantaði spilaði fyrir okkur nokkrum sinnum.

Nokkrir Halar voru með leiklestur og ýmsir sprelluðu eitt og annað.


Grillið var hitað upp og snætt af bestu list. Og að sjálfsögðu var mikið blásið af sápukúlum enda eru ansi margir Halar orðnir smitaðir af þessari Guðjónsku.

Í öllu falli æðislegur dagur með æðislegu fólki á æðislegum stað í æðislegu veðri.

Engin ummæli: