4.7.05

Róleg helgi og þó

Helgin var róleg og tíðindalítil á þessum bæ enda var þörf á því eftir átök síðust vikna.

Örn kom sem sagt hress og sprækur heim á fimmtudag og allt virðist hafa gengið vel. Fór reyndar upp á spítala á föstudag til að láta kíkja á skurðinn það hafði blætt svo hressilega en það var allt í lagi. Skora ég nú á hann sjálfan að blása lífi í bloggið sitt og flytja fréttir af heilsufari ofl.

Hekla kom á föstudag að hjálpa ömmu sinni að hjúkra afa gamla og var hjá okkur um helgina. Sendum hana heim í gærkvöld þannig að hún væri ekki bara að kúldrast inni með gamalmennunum og færi að leika sér með börnum. Hún var nú ekki alveg sátt við það en fékk ekki að ráða.

Ingimar fór í útilegu um helgina og seinnipartinn í gær fór að fara um mömmuna engar fréttir af drengnum. Einhvern vegin er móðureðlið þannig að maður finnur ýmislegt á sér þó langt sé á milli. Hann hringdi svo um kvöldmatarleitið þá höfðu þeir lent í útafakstri, vegna slæms símasambands fékk ég engar almennilegar fréttir nema að það væri að mestu í lagi með strákana sem jú er að almálið en bíllinn ekki lifað af.

Ekki náðum við nú að slaka á gömlu hjónin fyrr en við fengum kútinn okkar heim og sáum með eigin augum að allt var í lagi.

Þökkum við Guði fyrir að halda verndarhendi yfir strákunum.

Stefnir í rólega viku verð þó með opna húsið niður í Sjálfsbjörg á þriðjudögum í júlí að leysa Guðrúnu djálkna af. Þannig að allir eru velkomnir í súpu og brauð í hádeginu á þriðjudögum og auðvitað góðan félgasskap í Hátúni 12 norðanmegin.

Nú svo er Mogginn mál málanna í dag endilega kíkið í hann. Tvær greinar um leiklistarhátíðina og svo grein eftir Labba vin minn um aðgengi í Laugarásbíó.

Engin ummæli: