29.7.05

Umm namm Pikknikk

Í kvöld sátum við hjónin og útbjuggum ýmist góðgæti til að setja í pikknikkörfu. Þar kenndi ýmissa grasa en eins og oftast áður voru lefsurnar í efsta sæti nú útbúnar með þremgerðum af salati. Ekkert er eins gott og að liggja úti í guðsgrænni náttúrunni í pikknikkferð með vinum og ættingjum.

Annars erum við leið til Húsavíkur stórfjölskyldan eða hlutar hennar þe. þeir elstu og yngstu. Hinir vilja dunda við ýmislegt annað eins og að passa íbúðina mína ofl.

Vonandi get ég bloggað eitthvað allavega gsm blogg en sjáum til.

Það er farið að styttast í að skólinn byrji á að sækja stundartöflu 19. ágúst það verður gaman.

Annars var þetta mjög annasamur dagur einhvernveginn í dag fimmtudagar eru farnir að verða það í seinni tíð það kemur alltaf eitthvað nýtt og nýtt uppá sem þarf að bjarga.

Kían kom úr viðgerð í dag Blá og glansandi og beyglufrí eins og ný. Svo nú er víst eins gott að aka varlega.

Versta við að fara svona í burtu er að nú kemst ég ekki í tölvu jafnoft og get því ekki fylgst eins vel með Kjartani að róa með suðurströndinni, hef miklar áhyggjur af honum endilega sendið mér sms með fréttum reglulega ef þið getið. Og svo skora ég á alla sem vettlingi geta valdið að fjölmenna niður á höfn þegar von er á honum alla leið.

Mér skilst það verði hátíð á laugardaginn upp í Krika frítt á grillið og seldar guðaveigar endilega skella sér þangað og svo í vöfflur daginn eftir. Þetta er hátíð sem lítið hefur verið auglýst enginn mannskapur því miður í það en látið það berast. Þetta hafa verið mjög skemmtilegar stundir síðust árin Einar með músik og tóm gleði.

Engin ummæli: