15.7.05

Í fullu fjöri en verið upptekin

Er í fullu fjöri þó ég hafi ekki haft tíma til að blogga síðustu daga.

Hekla prinsessan mín hringdi í mig á sunnudagskvöldið og spurði hvort hún mætti ekki vera hjá okkur þessa vikuna, var ekki alveg tilbúin að fara á enn eitt leikjanámskeiðið. Það var að sjálfsögðu auðsótt.

Við höfum sem sagt verið að dunda okkur við ýmislegt utan húss sem innan. Það eru æðisleg forréttindi að fá að vera amma og njóta barnabarnsins.

Í gær keyrðum við Palla bróðir og Frosta til keflavíkur þeir voru á leið til New York og Mexíkó í 5 vikur þannig að nú eru öll systkini mín erlendis, frétti að Stebbi sem býr í Noregi sé í heimsókn hjá Sigrúnu Jónu í Danmörk og bið ég kærlega að heilsa þeim. Lovísa og Gabríel eru í heimsókn hjá Villa og Guðmundi í S Afríku það er greinilega í tísku að vera á faraldsfæti.

Eftir keflavíkurrúntinn skelltum við Hekla okkur í Bláa Lónið og áttum góðan dag í afslappels og unaði.

Örn er allur að hressast þó lítið sé hann farinn að labba enn en allt grær vel og lofar góðu.

Sigrún Ósk ætlar að sækja Heklu í kvöld þau eru þá komin í sumarfrí.

Engin ummæli: