19.12.04

Góð helgi

Hekla jólastelpa og hrekkjótti afinn hennar við jólatréð og aðventukransinn



Jibbý jei ég fékk mandarínu í skóinn og var svo glöð :-) Skyrgámur er nú uppáhaldssveinkinn minn. Trixið er að setja hægri skóinn í gluggann það þrælvirkar eða svo segir Hekla og ekki lýgur hún. Sem er annað en má segja um afa hennar eins og sjá má á nýju bloggsíðunni hans Arnarhreiðrinu.

Þetta hefur verið hin ljúfasta helgi hjá mér. Fór í gær í Smáralindina með Ödda og Heklu hitti þar fullt af vinum sem við eyddum nokkru klst. með. Rápuðum milli verslana, keyptum ýmislegt og skoðuðum annað. Fórum á jólaball og út að borða allt undir sama þakinu.

Þegar heim var komið var svo jólatréð sett upp og skreytt með diggri að stoð Ingimars og Heklu. Jón vinur minn kíkti í heimsókn með jólagjafir gott að fá hann yfir en hann býr í næsta húsi við mig en hefur aldrei komið áður. Villi bróðir hringdi svo frá Afríku það var gott að heyra í honum. Skora á ykkur að kíkja á bloggið hans.

Í dag var svo föndrað aðeins meira Hekla var að klára að gera jólagjafir til foreldra sinna. Fórum í heimsókn á neðri hæðina til Hjalla og Guggu og Halla fengum heimalagað bakkelsi að vestfirskum sið. Eftir að við skiluðum svo prinsessunni seinnipartinn var skundað í Bónus og ískápurinn fylltur og ýmislegt annað fer nú að sofa sæl í sinni og með hægri skóinn út í glugga og vona að Bjúgnakrækir kíki við.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með bloggið ég kem til með að kíkja á bloggin hjá ykkur foreldrum mínum reglulega til að vita hverju þið gleymduð að segja mér frá eins og til dæmis þegar þið gleymduð að segja mér að þið væruð farin að blogga. Kveðja þín dóttir Sigrún Ósk