30.11.04

Hláturskast og stolt amma í jólastuði



Leiklistarnámskeiði Halaleikhópsins lauk svo á fimmtudagskvöldið. Við lékum búta úr leikritinu Ég er hættur farinn. Ég lék á móti Jón Frey við töpuðum heilli bls. Í textanum en.

Þetta var mjög skemmtilegt kvöld. Guðný Alda stal algerlega senunni í hlutverki sínu og með sinni sjarmerandi persónu sem var í skýjunum þetta kvöld. Við enduðum öll í hverju hláturkastinu á fætur öðru og enn hlæ ég. Yndisleg minning.

Ég hlerað svo í hornúm að næsta verk verði að öllum líkindum Kirsuberjagarðurinn. Svo nú er bara að athuga hvort leikfélagið hentar mér betur eftir áramót. Eins og sést af þessum skrifum er ég heltekin af leiklistarbakteríunni og er það bara vel. Hef fengið verri bakteríur.


Prinsessan mín söng á aðventukvöldi í Fella og Hólakirkju á sunnudagskvöldið og sat á milli atriða í fangi ömmu sinnar . Ég var að rifna af stolti yfir henni. Til hamingju Hekla mín. Ég ætla svo að eyða þessum degi og mörgum fleiri með henni í desember. Nú fara mínar á fullt í uppbyggjandi jólastúss. Í dag er aðventukransinn og eldhúsglugginn efst á dagskrá. Það eru hlutir sem okkur finnast mikilvægir og skemmtilegir. Hlakka til dagsins


Engin ummæli: