Jæja loksins er ég búin að skila af mér lokaverkefninu í VMM. Vef fyrir Halaleikhópinn. Þetta er búin að vera geðveik vinna ég tók að mér allt of stórt verkefni miðað við getu. En þetta hafðist að mestu þó ég næði nú ekki að gera allt sem mig langar að hafa á síðunni en það bara kemur ég vinn áfram með þetta á endanum verður það örugglega glæsilegt.
Ég týndi mér svolítið í sagnfræði. Það er svo lítið efni til og er í hornum hér og þar. Ég vil helst setja á stofn fót í Halaleikhópnum hóp sem tæki að sér að leita uppi allar heimildir sem til eru um Halann, gamlar ljósmyndir greinar ofl. þannig að það sé hægt að leita í þegar þarf að halda ræður, skrifa greinar, ofl. einnig til að hafa gott efni á sterkan vef sem er miðill framtíðarinnar. Er einhver tilbúinn að vea með í svoleiðis hóp? Í dag er ekkert mál að skanna inn gamlar myndir ofl. Jæja en ef þið viljið kíkja á frumburðinn þá er slóðin hér
29.11.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli