18.11.04

Og aftur Húrra og Apotek svei mér þá

Húrra Anonymous skrifaði aftur. Takk fyrir en nú fer að hefjast leitin mikla hver er Anonymous skildi það vera karl eð kona ein vísbending er komin. Örn er nokkuð sætur.... skrifaði hann eða hún. Það þýðir að viðkomandi þekkir eitthvað til eða hvað hvernig annars ætti hann að þekkja hvor er Örn og hvor Villi? Spennan vex.......
Hvað gerist næst...............?

Vegna þumalputta ævintýris mín þurfti ég að endurnýja birgðirnar í sjúkrakassa heimilisins sem voru farnar að þynnast í meira lagi og margt runnið út af dagsetningu. Skil nú samt ekki hvers vegna það er dagsetning á sáragrisju. Skildi hún fúna í lokuðum umbúðum á 2 árum?

Jæja en fór í Lyf og heilsu í Kringlunni stóru fínu búðina sem er búið að vera að auglýsa svo mikið gott og mikið vöruval. Hugsaði gott til glóðarinnar. En missti alveg andlitið. Stór er búðin það er ekki málið en vöruúrvalið það líkist snyrtivörubúð eða tískubúð hélt á tímabili að ég hefði farið inn í vitlausa búð.

Eftir mikla leit fann ég loks plástur í búðinni. Einn litill endi á hillum var með örfáum gerðum af algengum heimilisplástri. Enginn heftiplástur grisjur eða þumalputtadót. Ég átti ekki orð. Þetta er apótek og engar hjúkrunarvörur. Nældi loks í eina snyrtipíuna sem var á þeytingi í ilmvötnunum og spurði hvort ekki væri til meira úrval af plástri. En nei bara þetta sem er þarna, kannski eiga þær eitthvað bakvið líka, ef þetta er mjög sérhæft.

Það var röð á litla afgreiðsluborðið sem afgreiddi lyfin nennti ekki í hana og bölvaði apótekinu. Fer ekki þarna aftur, það er miklu meira úrval í Hagkaup eða hvaða matvöruverslun sem er. Þessi apótekarakeðja er svo sannarlega ekki að standa sig sem apótek.

Veit að það er miklu betra úrval í Lyfju Lágmúla og skunda þangað í kvöld

1 ummæli:

Ása Hildur sagði...

Já og líka óvenjulegum grisjum eða hvað? Hvar ætti það annars að fást. Var ekki verið að tala um sérhæfigu.
Takk fyrir að skrifa Hanna hali (nýtt viðurnefni) og láttu þér batna.