29.11.04

Gular rósir

Núna er hausinn á mér stútfullur af ýmsu úr öllum áttum og er að melta hvað á að skrifa, kannski verður bara framhalds - blogg þar til ég tæmi mig ....



En annars ég ætla að setja hér inn mynd af gulum rósum til minningar um Gunnu Lúllu frænku mína sem lést í síðustu viku. Hún gaf mér fyrsta blómvöndinn sem ég fékk gular rósir sem eru tákn vináttu. Í Gunnu átti ég svo sannarlega vin. Þegar ég var lítil og mikið gekk á, skaust ég stundum í heimsókn til hennar og Árna bróðir hennar á Dunhagann. Þar var ég ávallt kysst á vangann og gert eitthvað gott. Gunna var mjög merkileg kona og mikill sjónarsviptir af henni. Hún hafði ákaflega mjúkar hendur sem voru duglegar að strjúka manni um vangann við hvert tækifæri. Hún sendi manni alltaf hughreystandi orð sem örugglega hafa fleytt mörgum yfir erfiða hjall. Hún var alltaf afskaplega vel til höfð og notaði íslenska upphlutinn óspart á hátíðarstundum. Hún var iðin við að hugsa um alla stórfjölskylduna sem ekki var svo lítil. Ég man lyktina af henni svo mild ljúf og góð. Eins og af gulum rósum og vináttunni. Blessuð sé minning hennar

Engin ummæli: