Dagblaðið stóð sig vel sem ómerkilegt sorprit í dag. Ég er stórhneyksluð á forsíðunni. Þar er fjallað um skelfilegan fjölskylduharmleik. Það er ekki eins og það sé einhver gúrkutíð í fréttum í dag, daginn sem kosið er til forseta í USA. Það er Skeiðarárhlaup í gangi og eldgos hófst í nótt í Öræfajökli. Í gangi er mikið hneykslismál vegna Olíufélaganna sem borgarstjórinn er flæktur í. Ásamt fullt af öðrum merkilegum fréttum og ómerkilegum ef á það er að litið. En þeir kjósa að draga upp mynd á forsíðunni af fjölskylduharmleiknum.
Ekki það að það sé ekki frétt að mínu mati heldur það að þarna á fjöldi manns um sárt að binda og tvö ung börn eru orðin móðurlaus og stefna í að verða föðurlaus að hluta líka.
Hvar er virðingin fyrir tilfinningum manna og friðhelgi einkalífsins Uss en sú svívirða sem þetta blað sýnir enn einu sinni. Alger siðblinda
2.11.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli