2.11.04

Siðblinda

Dagblaðið stóð sig vel sem ómerkilegt sorprit í dag. Ég er stórhneyksluð á forsíðunni. Þar er fjallað um skelfilegan fjölskylduharmleik. Það er ekki eins og það sé einhver gúrkutíð í fréttum í dag, daginn sem kosið er til forseta í USA. Það er Skeiðarárhlaup í gangi og eldgos hófst í nótt í Öræfajökli. Í gangi er mikið hneykslismál vegna Olíufélaganna sem borgarstjórinn er flæktur í. Ásamt fullt af öðrum merkilegum fréttum og ómerkilegum ef á það er að litið. En þeir kjósa að draga upp mynd á forsíðunni af fjölskylduharmleiknum.

Ekki það að það sé ekki frétt að mínu mati heldur það að þarna á fjöldi manns um sárt að binda og tvö ung börn eru orðin móðurlaus og stefna í að verða föðurlaus að hluta líka.

Hvar er virðingin fyrir tilfinningum manna og friðhelgi einkalífsins Uss en sú svívirða sem þetta blað sýnir enn einu sinni. Alger siðblinda

Engin ummæli: