7.11.04

Reykjavík - Breiðdalsvík

Mikið er landið okkar nú að minnka mikið með bættum samgöngum. Ég fór í dag á Breiðdalsvík á fund og til baka á 12 tímum. Kannski er ég orðin gömul en ég man alveg þegar þetta ferðalag tók minnst einn dag aðra leiðina.

Ok ég flaug á Egilstaði og keyrði á Breiðdalsvík ásamt fleira af góðu fólki. Við vorum að kynna geðheilbrigðismál fyrir svæðisstjórnum RKÍ á austurlandi. Ég sagði frá reynslu minni sem geðsjúklingur og aðstandi geðsjúkra. Fór svolítið djúpt í söguna enda hlustendur allt fólk með þol fyrir erfiðum málum. Þetta gekk mjög vel var svolítið stressuð þar sem ég gekk ansi nærri minni persónu í sögunni. En fékk mjög góð viðbrögð og tókst ætlunarverkið að hreifa við fólkinu.

Fórum Skriðdalinn og Breiðadalsheiðina. Sem skörtuðu sínu fegursta í dag. Haustlitirnir og græni mosinn voru æði, einnig hafði aðeins snjóað í fjöllin þannig að allar línur í landslaginu teiknuðu sig vel. Þetta var fögur sjón og mikill kraftur í náttúrunni sem ég sogaði í mig af fullum krafti.

Ekki veitir af þar sem nú er komið að síðustu vikunum í skólanum og öll lokaverkefnin að skella á í einu. Ma. þarf ég að smíða vef með minnst 10 síðum.

Verst að ég hafði ekki rænu á að stoppa og taka myndir var þó með kameruna í veskinu.

Held ég hafi séð smá strók frá gosinu!!!

Allt gott að frétta frá Afríku. Þar var í dag haldið brúðkaup á Greyton Lodge eða GL eins og það á að heita í framtíðinni. Allt gekk vel og Villi afar stoltur og ég að sjálfsögðu lika.

Engin ummæli: