Ekki það að það skipti neinu máli þetta byrjaði sem skólaverkefni en hefur fengið nýja vídd og ég orðin bloggfíkill !!!
Ég er ekki enn búin að læra að setja inn gestabók og annað sem til þarf til að gera bloggið eins og ég vil en það kemur fyrir vorið ef guð lofar.
Ég veit þó að ýmsir hafa kíkt á bloggið einn kvartaði í gær um að ég væri hætt að setja inn myndir. Hér kemur ein af mínum ástkæra eiginmanni og Villa bróður í áhorfendapöllunum í Halanum. Þar sem ég held meira og minna til ef ég er ekki í skólanum eða í tölvunni.

1 ummæli:
Örn er nokkuð sætur....
Skrifa ummæli