30.11.04

GUNNAR ER FÆDDUR




Á miðvikudagskvöldið var síðast tíminn í leiklistaráfanganum sem ég er í FÁ. Það var svo sannarlega uppskeruhátíð sem bar sinn ávöxt. Við fórum í ýmsa leiki og spuna allt á léttari nótunum og allt notað sem við höfum lært í vetur. Mikið gaman mikið fjör. Hressir og skemmtilegir krakkar, bara 30 ár á milli þess yngsta í hópnum og þess elsta, getið þið giskað á hver það er?

En ávöxtur púlsins í vetur var sá að það fæddist Leikfélagið GUNNAR. Bráðskýr og fjörugur. Sett voru upp háleit markmið svo sem að iðka leiklist af líf og sál, setja upp amk. eina sýningu á ári og hafa æfa leiklist þess á milli, veita GUNNARINN einu sinni á ári þeim sem okkur þykir skara framúr á leiklistarsviðinu það árið, ofl. ofl.

Við kusum að sjálfsögðu sem formann sem heitir Gunnar Ingi Gunnarsson, enginn annar kom til greina. Nú er verið að vinna að ýmsum málum sem þarf að ganga frá fyrir fyrsta að aðalfund félagsins og verður gaman að fylgjast með uppvexti GUNNARS.

Hér fyrir ofan er mynd af stofnfélögum GUNNARS einn vantar þó á myndina eða Tedda en hann þurfti að bregða sér á hljómsveitaræfingu áður en tókst að festa hópinn á mynd.
Helga Vala Helgadóttir leikari fær sérstakar þakkir fyrir að sjá um okkur í vetur.


Engin ummæli: