19.11.04

Púla fram á rauða nótt

Í kvöld mætti ég snemma á leiklistarnámskeiðið í Halanum þar sem tímasetningar okkar hjónanna fóru illa saman. Jæja en ég nýtti tímann til að róta í hirslum Halans þar sem kennir ýmissa grasa. Ég var á höttum eftir myndum til að nota á vefinn sem ég er að smíða í VMM og á að klára eftir rúma viku !!!

Ég fann nokkrar myndir og eitt albúm og sit nú sveitt við að skanna inn myndirnar sem eins og þeir vita sem reynt hafa að er afar seinlegt.

Það eru blendnar tilfinningar sem koma upp. Gaman að sjá hvað hefur verið í gangi, gamlar myndir af vinunum síðan áður en maður kynntist þeim :-)

Já og svo það sorglega sumum hefur hrakað mikið líkamlega skrítið að sjá fólk sem maður þekkir bara í rafmagnshjólastólum vera hlaupandi um allt nú og nokkrir fallnir frá. Svona er nú gangur lífsins.

Helst vantar mér myndir úr Rómeo og Ingibjörg, Á furðuslóðum, Búktalaranum, Trúðaskólanum og Jónatan ef einhver á myndir sem hann vill lána mér væri það vel þegið netfangið er asahildur@internet.is

Engin ummæli: