18.8.05

Eitt enn vígið fallið

Ég fór í smá bíltúr undir nótt í gær og haldið að ég hafi ekki séð gröfu komna á græna friðsæla blettinn hér á Sléttuveginum sem gæsirnar hafa athvarf á veturnar. Enginn grænn blettur fær að vera í friði hér í borg.

Allstaðar þarf að planta húsum. Hvað er þetta með þessa byggingaróðu íslendinga?

Mér finnst þetta fína tún sem hefur verið í órækt alla tíð eiga að fá að vera í friði með sitt fuglalíf.

Vona bara að það komi ekki bensínstöð eða sjoppa líka. Annars hafa gengið kjaftasögur um það að hér eigi að byggja heldrimanna elliblokk. Sel það ekki dýrara en ég keypti þær.

Í dag var svo kominn girðingarnet og mótatimbur á svæðið. Nú og svo fánar sem segir mér að nú standi til að koma með fyrstu skóflustungu að einhverju merkilegu.

Fylgist með fréttum á morgun til að sjá hvað þarna á að koma.

Ekki það að maður hafi ekki átt von á þessu þar sem mælingarmenn hafa verið á svæðinu sl. 2 ár með reglulegu millibili.

Hvar eru efndirnar á hinum gamla góða slagorði Græn borg fögur torg.

Engin ummæli: