13.8.05

Húsavík fyrri hluti

Þar sem ég er þegar búin að fá tvær fyrirspurnir frá Noregi og eina frá Mexíkó um ferðasöguna frá Húsavík þori ég ekki annað en fara að gefa mér smá tíma til að gera þessu skil áður en allur heimurinn fer að kvarta. Merkilegt hvað fólk fylgist annars vel með og vill fá reglulega skýrslur af mínu lífu. En til þess er nú bloggið hugsað og hef ég bara gaman af þó tíminn sé ekki alltaf nægur og fullt að gerast alla daga þessar vikurnar. En hér kemur allavega byrjunin


Eins og fram hefur komið hér fyrr í blogginu er hefð fyrir því í þessari fjölskyldu að hafa með sér nesti og fara í pikknikk á leið í ferðalög. Þá eru lefsur ávallt okkar framlag til nestisins og Olla bakar kleinur og skonsur og svo er eitt og annað góðgæti á boðstólum. Í þessari ferð var veðrið ekki upp á sitt besta þegar kom að nestistíma en við létum okkur að sjálfsögðu hafa það. Örn, Svavar og Óskar Örn öðru megin við borðið Hannes, Olla og Hekla hinumegin og Tara að snúast í hringi.


Einn ís á dag kemur skapinu í lag. Mikið var farið í göngutúra um Húsavík þrátt fyrir ömurlegt aðgengi á gangstéttum en létum okkur hafa það. Okkur fannst svolítið merkilegt að það hafur verið sterkt og virkt Sjálfsbjargarfélag á Húsavík áratugum saman en samt voru gangstéttarbrúnir skelfilega háar skakkar og skörðóttar og varla fyrirfannst flái sem stóðs væntingar. Ekki er bæjarfélagið að standa sig þarna í þessum mikla ferðamannabæ.


Hekla prílar í hárri brekku fyrir ofan fjöruna aðallega til að hræða afa sinn


Ætla mætti af myndinna að dæma að hún væri tekin á baðströnd í útlöndum en þetta er bara í Námaskarði


Hér eru Hekla, Jóhann Auðunn, Steini, Óskar Örn og Svavar á gangi í blíðunni í Námaskarði


Að sjálfsögðu var rúnturinn tekinn í kringum Mývatn þá fínu náttúruperlu og farinn smá rúntur um Dimmuborgir það er að segja sá hluti hópsins sem var gangfær. En þessi fjölskylda er hið mesta fatlafól en yndisleg eftir því. Hér má sjá yngstu kynslóðina Heklu, Óskar Örn og Jóhann Auðunn sem óðum er að færast nær því að komast í fullorðina manna tölu


Hefð er fyrir því í minni fjölskyldu að taka myndir af krökkunum á þessum steini þar sem sést yfir Mývatnssveitina og auðvitað var stoppað til þess


Jói, Guðný, Ísak Orri og Almar Leó á Akureyri voru heimsótt reglulega og auðvitað fór Steini að lesa fyrir yngsta fjölskyldumeðliminn eins og honum er von og vísa við mikla hrifningu Almars


Jólagarðurinn í Eyjafirði var að sjálfsögðu heimsóttur og Olla er hér full af hugmyndum fyrir jólin

Engin ummæli: