13.8.05

Meiri Húsavíkur æfintýri


Hannes gælir við Astrix hundinn hans Jóhanns Indriða


Stórfjölskyldan fór saman út að borða á Greifanum á frídegi verslunarmanna merkilegt þá virtist sem allt norðurland hafi fengið sömu hugmynd en við undum sátt við okkur og áttum góða stund saman þó sumir hafi verið stressaðri en aðrir á biðinni þar sem viðkomandi var á leið í flug suður, vinnan kallaði. Almar Leó, Guðný Rut, Ísak Orri fótboltastrákur, Steini, Jóhann Auðunn, Hannes og Svavar


Almar Leó naut sín í botn og fannst klakarnir ansi spennandi


Og Hekla veit ekkert betra en að fara út að borða með afa gamla sérstaklega þar sem pitsur voru á matseðlinum henni var farið að finnast við grilla ansi mikið og alltaf kjöt sem hún borðar helst ekki þó varla sé nú hægt að telja hana grænmetisætu lengur elsku prinsessuna


Í skrúðgarðinum á Húsavík var skrúðgarður með þessari á sem ansi gaman var að vaða í fyrir bæði hunda og krakkalinga og var nokkrum sinnum skroppið þangað til að kæla sig í blíðunni

En annars var þessi ferð í alla staði vel lukkuð við fórum sem sagt 5 systkini Ödda og krakkarnir og Tara og áttum góða daga saman. Vorum ekkert mjög mikið á ferðinni en samt, fórum í sund og gönguferðir og nokkrar ferðir að heimsækja Jóa og familý á Akureyri enda ekki allir komið og séð nýja fína húsið þeirra. Við vorum mis lengi eftir fríi og öðru en við Öddi og Hekla vorum lengst því ég vildi ná líka handverkssýningunni á Hrafnargili seinni helgina sem var æði. Enda lá okkur gamla settinu ekkert á.

Öddi var bara nokkuð sprækur og fór ýmislegt á hjólastólnum enda nóg af hjálparmönnum þá sjaldan þurfti helst á gangstéttarbrúnum og möl að ég tali nú ekki um brekkurnar. Svavar tók ansi góða rispu með hann í stólnum upp alllanga brekku á malarstíg úr fjörunni og vann þar þrekvirki á mettíma.

Að sjálfsögðu var mikið etið og spilað eins og þessari fjölskyldu er einni lagið.

Heim komum við svo heil, sæl og þreytt.

Kannski koma fleiri myndir við tækifæri.

Engin ummæli: