11.8.05

Að vera amma getur orðið ansi flókið mál !!!

Eitt það merkilegasta hlutverk sem ég hef fengið í lífinu er að verða amma og uni ég því vel. Nú í sumar hefur barnabarnið verið talsvert hjá okkur gömlu hjónunum og er það vel.

En ömmuhlutverkið hefur nú tekið á sig ýmsar myndir þetta sumarið stúlkan er farin að eldast og eldri systir hennar komin á gelgjuna með tilheyrandi orðræðum þeirra á milli.

Eitt af því sem ég hef alltaf brýnt mjög fyrir prinsessunni minni er að maður getur sagt ömmu sinni ALLT. Og sú stutta segir ömmu sinni allt eða það vona ég. Því fylgir að svo koma í kjölfarið líka snúnar spurningar fyrir luktum dyrum og hvíslað. Þá fer nú að fara um ömmuna.

Veit nú ekki hvað má segja á blogginu en ein spurningin um daginn var hver er munurinn á ríða og ríða þú veist á hestum og......

Þá fór amma gamla nú í flækju og tók ærlega til í kollinum á sér maður á alltaf að segja sannleikann og þegar koma alvarlegar spurningar á maður að svara af hreinskilni sem ég auðvitað gerði eftir nokkra umhugsun. En hrikalega var þetta nú erfitt.

Nú nú svo kom Gay Pride og allt í lagi með það sú stutta er vel inní þeim málum enda úr ansi fjölbreyttri fjölskyldu. En það var verið að dreifa smokkum og sleipiefni og auglýst vel og vandlega, eitt eintakið endaði á símaborðin hér á heimilinu. Þar sem prinsessan fylgist vel með fréttum og auglýsingu þá kom spurningin um hvað eru smokkar amma og hún vildi nú fá að vita það nákvæmlega.

Fyrst þetta er getnaðarvörn svo börn verða ekki til hvers vegna er fólk þá að gera það ef það getur frekar sleppt því og þarf þá engan smokk. Rökhugsunin alltaf í gangi hjá þeirri stutt. Bíð bara í angistarkasti eftir spurningunni um sleipiefnið!

Sú gamlar svitnar og hugsar í hringi og reynir að uppfylla trúnaðartraustið sem sú stutta ber til ömmu gömlu.

Ein enn hvers vegna segjast konur vera á túr þegar þær eru á blæðingum?

Held hún viti núna allt en kvíði samt næst þegar hún lokar mig með sér inná skrifstofu á trúnó. Þetta bráðskýra barn sem hugsar svo mikið um alla skapaða hluti og er ekki mikið feimin við að spyrja allavega ömmu sína.

Eruð þið nokkuð hissa á að ég sé smá upptekin????

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ömmum einum er treystandi til að segja sannleikan um samskipti kynjanna. Þar sem hin amma Heklu er tepra sem snýr sér út úr flóknum spurningum barnabarnsins með vöfflubakstri og nammipokum mun þetta falla í þinn hlut um ókomna framtíð. Við foreldranir munum hinsvegar glaðir svara spurningum um öll önnur mál.