23.8.05

Skólinn kominn á skrið

Nú er mál að hætta þessum fíflagangi hér á blogginu og alvara lífsins tekin við aftur.

Ég fékk stundatöfluna á föstudaginn götótta og ekki hægt að staga hana til eins og ég átti von á. En verður bara gaman þrátt fyrir heilmikinn þvæling.

Fyrsti kennsludagur var svo í dag og námsáætlanir hrinja inn hver annarri þyngri. Líst ekki á að ég geri mikið annað en stunda skólann og læra heima fram að jólum. Fögin sem ég er í núna er öll mér frekar þung allavega það sem ég sé núna. Svo nú er bara að bretta upp ermarnar og endilega hafið þolinmæði með að bloggið dali á meðan.

Aðaláhyggjuefnið var samt hvaða kennara ég fengi og held ég þetta verði nú í lagi með þá. Það er nefnilega svo merkilegt að það eiga sumir kennarar erfitt með að hafa nemendur sem eru eldri en þeir meðal ungmennanna en sem sagt ég held þetta sleppi þessa önn fæ reyndar úrvalskennara í allavega einu fagi. Og ekki orð um það meir skilst nefnilega að sumir kennarar mínir hafi fylgst með blogginu.......

Engin ummæli: