29.8.05

Frelsi í Sandgerði



Eins og fram kom hér í færslu í dag var skundað til Sandgerðis til að taka á móti Kjartani J. Haukssyni í dag strax eftir skóla.



Við fórum 11 að taka á móti honum (þar af 9 Halar, hitt í vinnslu). Við vorum komin tímanlega suðureftir þar sem himnafaðirinn setti okkur í heilmikið steypibað. En enginn er verri þó hann vökni. Spennan var mikil í hópnum og tilhlökkun að sjá hetjuna okkar koma til hafnar. Þetta er ótrúlegt þrekvirki þetta var dagur númer 82 sem hann er í hringferðinni þetta árið. Þvílíkt þrek. Stærðirnar verða svo afstæðar þegar maður sér hann á þessarri bátskel út á reginhafi.



Fyrst birtist svartur depill út við sjóndeildarhring og fyrr en varir varð hann gulur og svo sást brosið bjarta. Það var stórmerkilegt fyrir okkur landkrabbana að sjá hversu hratt hann fór, svei mér ef hann fór ekki hraðar en trillurnar sem komu inn stuttu áður.



Mikil gleði var á hafnarbakkanum þar komu líka 2 blaðamenn og tveir frá Sjálfsbjörg á Suðurnesjum ofl. Við vildum ma. hitta hann þarna til að ná á hann í eigin persónu, hætt við að það verði þröng á þingi þegar hann kemur til Reykjavíkur og lokar hringnum vonandi á miðvikudagskvöldið.



Hér sést Kjartan og Haukur sonur hans með Möttu vinkonu á milli sín en hún er frænka þeirra. Sæl eftir ferðina fórum við 9 saman að borða í Keflavík og áttum enn eina gæðastund saman. Frábært að eiga svona góða vini og eiga sér þessa líka HETJU ;-)

Vona að þessi færsla skili sér á réttan stað í blogginu *#&%$* Ekki skil ég þetta enn með röðina og Edda V. takk fyrir kommentið.

Bíð enn spennt eftir fleiri kommentum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta var hvorki meira né minna en 86 dagar... taldi upp á nýtt...

Á.Sal