29.8.05

Eitthvað undarlegt á seiði !!!!!

Svei mér þá ef netið er ekki að verða andsetið eða eitthvað þaðan af verra. Bloggið þolir greinilega ekki aldurinn og er farið að kalka alvarlega. Færslurnar koma í vitlausri röð inn og ekki er allt sem sýnist. Nýjustu færslurnar eiga að vera efst en koma neðan við kirkjugarðsmyndabloggið. Hvaða gröf skildum við hafa gleymt að heimsækja tók bara þessar tvær myndir af leiðum, kannski ég fari og taki myndir af hinum líka og athugi hvort þetta smellur í lag.

En án gríns þá skil ég ekkert í þessu og ef einhver kann betur á þetta þigg ég alla hjálp við að laga þetta.

Svo er líka eitthvað skrítið við þær myndir sem ég tek á símann þær eins og vilja ekki birtast á síðunni þó þær séu í jpg formatti??? Hef prófað að taka þær inn í PhotoShop og vista og setja svo inn. En nei HJÁLP allir mínir tölvuvinir og vandamenn.

Og svona fyrst ég er birjuð að væla yfir kunnáttuleysi þá vantar mig líka að vita hvernig á að setja hljóð (músik) inn á síðuna :-)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er rétt, það er hálfgerð óvissuferð hvar mann á að bera niður, loksins þegar maður ætlar að sýna þá kurteisi að kommentera og þakka fyrir sig, (er gær í dag eða öfugt? eða kanski á morgunn?)
en svona í alvöru þá er mjög tímabært að láta þig vita að ég hlakka alltaf til að lesa bloggið þitt og missi ekki dag úr, sem segir sitt, stend gjarnan yfir manninum mínum og les fyrir hann valda kafla. ég skammast mín fyrir að hafa laumast óséð og ekki þakkað fyrir mig og geri það núna með heitingum um betri hegðun.
Edda V ( hali)