21.8.05

Og ég missti algerlega orðið og svei mér þá

Já það kemur ekki oft fyrir að ég verði algerlega kjaftstopp en það varð ég í kvöld.

Mennningarnótt með tilheyrandi fjöri og menningu fyrir menningarvitana. Við skelltum okkur í grillpartý til Gunnsó í 101 og var mjög notalegt með Gunnsó,Stebbu, Labba, Oddný og Nonna fyrrverandi svila eða þannig gaman að hitta hann. Grilluðum og höfðum það gott og sumir skelltu sér á hin ýmsu menningaratriði á milli en við sátum bara sæl á Sjafnargötunni.

Undir miðnætti skelltum við hjónin okkur ásamt Nonna og Gunnsó að sjá flugeldasýninguna, fórum alla leið niðrað sjó og sáum lélegustu flugeldasýningu ever í grenjandi rigningu urðum viðskil við strákana. Og OK

Fórum svo að feta okkur í rólegheitum með mannfjöldanum sem var eins og í bíómynd uppámóti í rigningunni upp á Hallgrím. Það tók sinn tíma með tilheyrandi stoppum. Í einni brekkunni þar sem ég var að puða með hjólastólinn uppá móti í rigningunni mætti okkur kona sem sagði við Ödda " Helvíti hefur þú það gott situr bara þarna "

Svei mér þá ef ég varð ekki bara kjaftstopp hundblaut og vond hafði ekki einu sinni hugsun á að gefa henni einn á kjammann. URRRRRR

Veit ekki hversu margir vita hvernig það er að keyra hjólastól uppámóti brekku eftir brekku í grenjandi rigningu þegar allir eiga að vera í stuði það var jú menningarnótt og hafa ekkert val um annað!!!

Finnst þetta ekki einu sinni fyndið ennþá. Þegar ég hafði það loks upp á Hallgrím með hjólastólinn með minni heittelskuð birði innbirðis þá komu Gunnsó og Nonni í leitirnar og Stebba á móti mér að taka af mér birðarnar en of seint allt niðrá móti þar eftir og meira að segja boðið í partý hinum megin við hæðina líka en var búin að fá nóg. Þáði fljótlega far heim með Labba darling.

En mikið sakna ég nú Villa, Guðmundar, Gyðu og Bóbó til að gera skandal með á menningarnótt.

Einhvernveginn öll vopn slegin úr höndunum á manni í bili.

Töpuðum meira að segja einni sérhannaðri hækju í nótt sem skilar sér vonandi heim um svipað leiti og kagginn á morgun.

Jæja skrifa bara það sem mér finnst og enginn gefur komment þó 30 - 40 manns kíki á síðuna daglega.........................

Stundum er maður fúlli en venjulega

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Djöfull getur fólk nú verið miklir asnar. Þú hefðir auðvitað átt að valta yfir herfuna þannig að hún kæmist yfir á þægindastigið, að liggja í leti.


Annars er ég einn af þessum huldumönnum sem laumast inn á bloggið þitt til þess eins að lesa það, læðist síðan út aftur eins og þjófur að nóttu . En nú mun ég gera bragarbót á og kommenta grimmt við hverja færslu, jafnvel aftur í tímann. Jafnvel undir dulnefnum.