28.8.05

Úbs missti af afmæli

Var að kíkja á eldri bloggin og sá að ég hafði steingleymt að halda upp á boggafmælið en það var 25 ágúst 2004 sem ég gerði fyrstu færsluna að þessu skelfilega verkefni sem mér fannst það vera þá.

Svo gerðist ég forfallinn bloggari og hef oftast mjög gaman af því en stundum verður maður einmana á blogginu þegar maður fær ekkert feedbach í langan tíma.

Hvernig væri nú að gefa einhver komment í tilefni tímamótanna. Er td. einhver sem fylgist reglulega með þessu bloggi? Hversu oft kíkið þið inn? Eða á ég að hætta þessu röflu? Hefur einhver gaman að þessu?

2 des 2004 hef ég skrifað leiðbeiningar um hvernig á að fara í kommentakerfið, svo ef einhver í vandræðum með hvernig það virkar endilega lesið það. Nú svo má bara senda mér tölvupóst á asahildur@internet.is.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ frænka,
Ég kíki alltaf reglulega á bloggið þitt til að fá nýjustu fréttir af fjölskyldunni, og hef mjög gaman af.
Kveðja Lovísa Lilja

pirradur sagði...

Til hamingju með afmælið. Tíðkast ekki að halda upp á svona stórafmæli með kaffi og kökum???