28.8.05

Húrra fékk eitt komment

Lovísa bróðurdóttir mín skrifað komment hjá mér Takk Lovísa vissi að ég gæti treyst á þig. Fylgist líka alltaf með þínu bloggi, pabba þíns og Gabríels.



Jæja annars er þetta búin að vera mikil útivistar og fjölskylduhelgi. Bakað vöfflur á laugardaginn og nánast öll fjölskyldan mætti auk Labbakútanna. Hér má sjá Palla og Frosta nýkomna frá Mexíkó og New York. Ef einhverjum sem til mín þekkir finnst ég taka mikið af myndum þá er Palli miklu miklu miklu verri en ég hann tók aðeins tæpar 6000 myndir í ferðinn tæp 6 Gíg. Úff aldrei verður hægt að skoða það alltsaman.



Svo var að sjálfsögðu farið út að ganga, hjóla og skutlast. Við ætluðum aðeins að skreppa niður að göngubrúnni yfir Kringlumýrarbrautina en enduðum í að fara stóran hring um Fossvogskirkjugarðinn. Og komum ekki heim fyrr en undir kvöld þá var skellt í grill. Hekla bað um gistingu og svo komu Labbakútarnir og Skrabblað var fram eftir nóttu. Yndislegur dagur eins og sjá má á svipnum á Erni og Heklu sem skutlaði sér í fangið á honum og Vikoríu eins og skot.



Hekla átti nú að hjóla en mamma hennar stal af henni hjólinu og seinna pabbi hennar en hún náði því nú fyrir rest og fór í kappakstur við afa sinn á hringtorgi í kirkjugarðinum.



Hér er hjólað af stað fram hjá Álfasteininum sem er á lóðinni hjá okkur.



Leiði foreldra okkar hjónanna voru heimsótt of ýmis fleiri líka í leiðinni, tókum myndir af prinsessunni við leiðin.





Hér má svo sjá myndir af kappakstrinum mikla

2 ummæli:

pirradur sagði...

Hekla hefur verið alveg hörð á því að ég eigi að fá mér vespu eftir að afi hennar fékk hana Viktoríu.

Ása Hildur sagði...

Ó já hún sagði mér það helst mótorhjól með hliðarvagni fyrir dæturnar. Hún sagði mér líka að það væri stórafmæli hjá þér á næsta ári og þá gætum við nú gefið þér mótorhjól með hliðarvagni og móturhjólapróf. Þegar ég fór að svitna yfir kostnaði sagði hún að þú þekktir nú svo marga að þetta væri ekki neitt mál. Við skiptum þessu bara í hópa einn hópurinn gæfi þér fyrir prófinu, annar fyrir mótorhjólinu og sá þriðji fyrir hliðarvagninum. En hún tók það nú fram að ég mætti nú ekki setjast í hliðavagninn það væri ekki víst að það væri í lagi. Ekki veit ég hvað hún var að gefa í skyn þessi elska :-)