15.8.05

Smá skýrsla og mikið af myndum



Hekla var hjá okkur alla síðustu viku þar sem leikjanámskeiðin eru svo leiðinleg og smábarnaleg!!! Afa og Ömmu sem fannst hún nú hafa það heldur náðugt hjá gömlu hjónunum og höfðu áhyggjur af hreyfingarleysi dömunnar keyftu handa henni hoppileikfang og það var ekki að spyrja að því sú stutta hoppaði og hoppaði látlaust svo okkur var nú varla farið að lítast á blikuna, barnið rennsveitt og mótt en alltaf þurfti að setja ný og ný met þegar hún komst á skrið. Núverandi met er 204 hopp í röð ;-)



Á fimmtudaginn var skundað í Húsdýra og fjölskyldugarðinn í góðum félagsskap og keyptur dagspassi í tækin fyrir dömuna og kom svo í ljós að þar voru hin ýmsu tæki líka orðin og smábarnaleg fyrir prinsessuna sem voru æði í fyrra. En hún fann sér nú ýmislegt skemmtilegt eins og að prófa klifurvegg í fullum skrúða.



Ömmu fannst tilvalið að mynda hana við blómabeðið svoleiðis var alltaf gert þegar ég var lítil



Ok það er 8 ára aldurstakmark en það munar bara mánuði svo við svindluðum smá en mikið var það gaman þó fiðringur færi nú mallakútinn. Hún fór bara fimm sinnum í þetta tæki og tvisvar í Parísarhjólið.



Þá var upplagt að fara í skemmtisiglingu um vatnið



Gæsirnar voru svangar og fullorðna fólkið naut þess ekkert síður en prinsessan að gefa þeim brauð sem Labbi hafði verið svo skynsamur að taka með sér



Á föstudaginn var einmuna veðurblíða þá var að sjálfsögðu farið í Krikann og Stebba og Hekla kældu sig í vatninu



Hekla var að hugsa um að breyta sér í hafmeyju allavega var erfitt að fá hana uppúr vatninu



Afi varð að sjálfsögðu að fylgjast með prinsessunni sinni



Þegar myndirnar voru svo skoðar heima kom í ljós hvílík slysagildra þessi fína bryggja er í Krikanum okkar. Ábending var umsvifalaust send á rétta staði vonandi verður girt fyrir þetta áður en stórslys verður.

Engin ummæli: