15.8.05

Tiltekt í linkunum og sjúkraþjálfunarraunir

Loksins tók ég mig á eftir að hafa fengið alvarlega ábendingu. Vinur minn einn smár og klár og frændi sagði við mig að það sem hann óttaðist mest eftir að hann kom úr nokkra vikna sumarfríi og fjarveru frá tölvu að ég væri búin að taka hann út af blogginu mínu!!!

Jú ég sagðist oft ætla að taka linka út af síðunni minni ef fólk heldur henni ekki við í mánuð og stundum hef ég gert það reyndar oftast kannski ekki alveg jafnóðum. En ég lendi líka oft í að einhver skammar mig (sem ég þoli frekar illa) fyrir að taka hinn eða þessan link út þar sem viðkomandi vantar þá slóðina.

Nú í sumar hef ég sýnt meira umburðarlindi vegna sumarfría og ég vissi svo sem að Árni frændi myndi blogga strax og hann kæmi úr fríi svo ég gerði nú ekkert í því.

En aðrir hafa komist upp með þetta lengi og nú tók ég út linka á blogg hjá Arndísi sem ég er nú viss um að byrjar fljótlega að blogga aftur. Einnig hjá Bryndísi sem alltaf er að fá sér nýtt og nýtt blogg en gefur skáömmu sinni ekki nýja slóð eða setur hana inn á gömlu síðurnar sem hanga uppi.

Svo var það Hulda sem er í einhverjum tengingartruflunum, Sigga sem er enn í páskastússi, Þröstur sem byrjaði vel en vantar úthaldið, ferðasíða Kidda III sem vantar lokahnykkinn á og svo mér til mikils ama minn ástkæri eiginmaður Arnarhreiðrið hefur verið yfirgefið.

Nú svo hefur einn nýr linkur komið inn það er Kiddi III sem hefur loks byrjað að blogga, til lukku, en upphafsorðin voru þannig að ég set fyrirvara á að hafa hana inni þegar hann fer að vera mjög óheflaður á síðunni tek ég hann út. Þið hjálpið mér að fylgjast með því.

Svo hef ég grun um að allavega einn Hali enn sé farinn að blogga en hef ekki orðið þess heiðurs enn aðnjótandi að fá slóðina en set hana inn ef mér tekst að þefa hana uppi, eða þið sendið mér hana.

Það væri líka allt í lagi og ferlega gaman fyrir mig ef einhver skrifaði nú smá komment á bloggið endrum og sinnum ;-)

Annars lenti ég í ferlegu tæki í dag og er að drepast á eftir. Þannig er mál með vexti að hálsinn á mér er mjög stuttur og týndur í undirhökum og fíneríi. Þetta fannst sjúkraþjálfanum mínum ekki nógu flott lengur og setti mig í grímu ala Hannibal Lecter og hengdi svo tvo víra í hana og upp í gálga á togbekk sem togaði mig upp í 15 mínútur og já best að segja ekki mikið ég þarf víst á honum Gústa mínum í Gáska að halda áfram þrátt fyrir allt. Allavega er ég að drepast í hnakkanum og höfðinu öllu.

Ekki nóg með það þessar sjúkraþjálfunarraunir taka engan enda nú er það komið upp að ég er í vitlausu kerfi í Tryggingastofnum varðandi þjálfunina á að vera í slysapakkanum sem gerir það að verkum að nú fæ ég mun færri tíma samþykkta en þarf í staðinn ekki að borga neitt. Undarlegt að sami sjúklingurinn fær ekki jafnmörg skipti og hann þarf eftir því hvort hann er í sjúkra- eða slysa- tryggingapakkanum. En allavega ætla ég ekki að fara í mikla fílu út í stofnunina strax er að vinna í þessum málum og búin að panta tíma hjá doktornum (sem reyndist vera enn einu sinni í fríi þegar ég þarf á henni að halda) til að fá nýtt vottorð þar sem kemur fram að ég þurfi langtímameðferð.

Merkilegt vesen þar sem ég er nú ekki ný í kerfinu hjá TR eða lækninum eða sjúkraþjálfunum lenti í slysi 15 nóv 1991 og hef verið í stöðugri meðferð síðan og þarf þess allt mitt líf. Nú reynir á þolinmæðina gagnvart þessari stofnun einu sinni enn.

Engin ummæli: